Mbappé kom til móts við franska landsliðið í dag í æfingabúðum fyrir EM í Þýskalandi. Þar hitti hann Frakklandsforsetann Emmanuel Macron sem spurði hvort tilkynningin kæmi í dag (fr. „c'est aujourd'hui que c'est annoncé?“).
Mbappé svaraði um hæl og sagði honum að tilkynningin bærist í kvöld (fr. ce soir).
⌛ "Ce soir, ce soir..."https://t.co/J0WDIzpGXO pic.twitter.com/VKCeNlpr6Q
— RMC Sport (@RMCsport) June 3, 2024
Mbappé endaði tímabilið hjá PSG sem tvöfaldur meistari í deild og bikar, en náði ekki að uppfylla sína stærstu drauma um Meistaradeildartitil. Real Madrid stóð uppi sem sigurvegari keppninnar og er væntanlegur áfangastaður kappans.