Lokun ungmennahúss blaut tuska í andlit hafnfirskra ungmenna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2024 23:41 Óskar Steinn segir allt það starf sem hann hefur unnið í þágu ungmenna í bænum verða kastað í ruslið í haust. Vísir/Samsett Á miðvikudaginn síðastliðinn var samþykkt á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðarbæjar að leggja niður starfsemi ungmennahússins Hamarsins og segja öllum starfsmönnum þess upp. Óskar Steinn Ómarsson starfsmaður Hamarsins segir vinnubrögð bæjaryfirvalda í málinu bæði óvönduð og ólýðræðisleg. Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var lögð fram í formi minnisblaðs fyrir fjölskylduráð og fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar. Þar var lagt til að aðstaða og starfsemi bæjarins á Selhellu og í Nýsköpunar- og tæknisetrinu, í húsakynnum gamla Lækjarskóla, verði þróuð með ungmennum og á þeirra forsendum. Samhliða því verði þá starfsemi Hamarsins lögð niður um miðjan ágúst. Ákvörðun tekin án nokkurs samráðs Óskar segir tillögu þessa hafa verið undirbúna án nokkurs samráðs við starfsmenn bæjarins, ungmenni sem nýta sér þjónustuna eða ungmennaráð Hafnarfjarðar. „Það er engin hugsun, engin rök í þessu minnisblaði,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Óskar hefur starfað með ungmennaráði Hafnarfjarðar síðan um haustið 2019 og fór í framhaldinu að sinna öðrum verkefnum í Hamrinum. Þar hefur hann meðal annars komið að því að setja af stað starf fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði. Aðalverkefni hans segir hann þó að sé að aðstoða ungmennaráð Hafnarfjarðar í störfum sínum og aðstoða þau við að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og koma hugmyndum sínum á framfæri. Óskar hefur einnig tjáð sig um málið á síðu sinni á Facebook. „Það sem mér þykir einna verst er að ákvörðunin var tekin án nokkurs samráðs við ungmennaráð Hafnarfjarðar, sem hefur á síðustu misserum kallað eftir samráði við bæjaryfirvöld og komið með vel ígrundaðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag ungmennahúsa í Hafnarfirði. Það er blaut tuska í andlit ungmennanna að þau hafi talað fyrir daufum eyrum og meirihluti bæjarstjórnar haft önnur áform allan tímann,“ segir Óskar. Óskar segir að starfsfólki Hamarsins hafi verið sagt að þeim standi til boða að sækja um störf í nýjum úrræðum bæjarins sem taka við í haust en að ekkert sé búið að ákveða. Það sé erfitt að geta ekki sagt ungmennunum hvað sé fram undan í haust. Ungmennaráð Hafnarfjarðar átti einnig von á gestum frá Írlandi í haust á vegum Erasmus+ verkefnis en ekkert verður af því að svo stöddu.Óskar Steinn Ómarsson „Það eina sem við vitum er að við erum rekin og öllu því frábæra ungmennastarfi sem við höfum byggt upp á undanförnum árum verður hent í ruslið eftir sumarfrí,“ segir Óskar. Félög ungmenna mótmæla ákvörðuninni Fréttastofa hefur undir höndum opið bréf stílað á bæjaryfirvöld frá ungmennaráði Hafnarfjarðar, Nemendafélagi Flensborgarskólans og notendaráði Hamarsins vegna tilætlaðrar lokunar. Þar mótmæla þau ákvörðun bæjarins og gagnrýna samráðsleysi yfirvalda og það sem þau kalla ólýðræðisleg vinnubrögð við undirbúning málsins. Þau segja ekkert samráð eða samtal hafa átt sér stað við hafnfirsk ungmenni í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ungmennaráð hafi ítrekað óskað eftir frekara samráði við bæjarstjórn vegna hagsmuna ungs fólks og lagt fram tillögur um framtíðarskipulag ungmennahúsa Hafnarfjarðar. Í bréfinu taka félögin fyrir tillögu sem lögð var fram á fundi fræðsluráðs þann 31. maí í fyrra. Í henni var lagt til að skoða hvort núverandi starfsemi ungmennahússins Hamarsins henti ungmennum eins og lagt hafi verið upp með. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs var falið að skila minnisblaði um nýtingu Hamarsins og að þá myndi fræðsluráð taka ákvörðun um næstu skref að því fyrirliggjandi. Kom það í kjölfar þess að ungmennaráð Hafnarfjarðar lagði til að ungmennastarf bæjarins færi fram í stærra og hentugra húsnæði og gæti því sameinast undir einu þaki. Engin greining farið fram Í bréfinu segja undirritaðir að téð minnisblað sem hafi átt að grundvalla frekari ákvörðunartöku liggi ekki fyrir. Það minnisblað sem lagt hafi verið fyrir á fundum fjölskylduráðs og fræðsluráðs snerti ekkert á nýtingu Hamarsins. Aðeins ein setning feli í sér nokkra skírskotun til Hamarsins og var hún á þá leið að honum verði lokað. „Þrátt fyrir að ekkert af því sem sviðsstjóra var falið að gera á fundi fræðsluráðs þann 31. maí 2023 hafi verið gert þá ákvað meirihluti fræðsluráðs og fjölskylduráðs þann 29. maí síðastliðinn að samþykkja óvænta tillögu um að leggja ungmennahúsið Hamarinn niður. Af minnisblaði sem fylgdi tillögunni er ekki að skilja að nokkur greiningarvinna liggi að baki ákvörðuninni og þar eru engin efnisleg rök færð fyrir henni,“ segir í bréfinu. Tvær tillögur eru á dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn næstkomandi frá fulltrúum minnihlutans þar sem annars vegar er lagt til að draga ákvörðun bæjarins um að loka Hamrinum til baka og hins vegar að afturkalla allar uppsagnir starfsfólks. Í fyrstu tillögunni er meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir að hafa samþykkt að færa fundartíma fjölskylduráðs á sama tíma og fundartíma fræðsluráðs. Ástæður tilfærslunnar hafi ekki verið tíundaðar að öðru leyti en að fund fjölskylduráðs þyrfti að færa um einn dag. Fulltrúar minnihlutans í báðum ráðum hafi einnig ekki fengið umrædda tillögu í hendurnar fyrir fundi ráðanna og ekki hafi verið neitt í fundarboði sem gaf til kynna að til stæði að afgreiða veigamiklar tillögur um grundvallarbreytingar á félagsstarfi ungmenna á aldrinum 16-24 ára. „Forkastanleg vinnubrögð“ Fulltrúar minnihlutans segja vinnubrögð meirihlutans forkastanleg og að það sé stórhættuleg ákvörðun að leggja niður starfsemi Hamarsins án þess að nokkur greining eða mat hafi farið fram á því hvaða afleiðingar það kunni að hafa fyrir þá hópa sem nýta sér þjónustu hans. „Þar hefur á undanförnum árum verið unnið öflugt og faglegt starf sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu. Unnið hefur verið að verkefnum sem miða að því að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu til þess að hjálpa þeim að vera virkir þátttakendur í samfélaginu,“ segir í dagskránni. „Með ákvörðunum sínum í Fræðsluráði og Fjölskylduráði hefur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks stefnt þessu mikilvæga starfi í voða og hugmyndirnar um framhaldið eru óljósar og lítið þar sem hönd er á festandi,“ segir þar jafnframt. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar getur einfaldlega ekki setið hjá og leyft þessum óvönduðu vinnubrögðum að verða hin nýju viðmið í stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Því verður bæjarstjórn að sýna pólitískan dug og kjark og afturkalla þessar illa undirbúnu ákvarðanir meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Fræðsluráði og Fjölskylduráði frá 29. maí sl. Einungis þannig verður hægt að vinda ofan af þeim skaða sem ákvarðanir meirihlutans hafa þegar valdið.“ Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar var lögð fram í formi minnisblaðs fyrir fjölskylduráð og fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar. Þar var lagt til að aðstaða og starfsemi bæjarins á Selhellu og í Nýsköpunar- og tæknisetrinu, í húsakynnum gamla Lækjarskóla, verði þróuð með ungmennum og á þeirra forsendum. Samhliða því verði þá starfsemi Hamarsins lögð niður um miðjan ágúst. Ákvörðun tekin án nokkurs samráðs Óskar segir tillögu þessa hafa verið undirbúna án nokkurs samráðs við starfsmenn bæjarins, ungmenni sem nýta sér þjónustuna eða ungmennaráð Hafnarfjarðar. „Það er engin hugsun, engin rök í þessu minnisblaði,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu. Óskar hefur starfað með ungmennaráði Hafnarfjarðar síðan um haustið 2019 og fór í framhaldinu að sinna öðrum verkefnum í Hamrinum. Þar hefur hann meðal annars komið að því að setja af stað starf fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði. Aðalverkefni hans segir hann þó að sé að aðstoða ungmennaráð Hafnarfjarðar í störfum sínum og aðstoða þau við að hafa áhrif á nærsamfélag sitt og koma hugmyndum sínum á framfæri. Óskar hefur einnig tjáð sig um málið á síðu sinni á Facebook. „Það sem mér þykir einna verst er að ákvörðunin var tekin án nokkurs samráðs við ungmennaráð Hafnarfjarðar, sem hefur á síðustu misserum kallað eftir samráði við bæjaryfirvöld og komið með vel ígrundaðar tillögur um framtíðarfyrirkomulag ungmennahúsa í Hafnarfirði. Það er blaut tuska í andlit ungmennanna að þau hafi talað fyrir daufum eyrum og meirihluti bæjarstjórnar haft önnur áform allan tímann,“ segir Óskar. Óskar segir að starfsfólki Hamarsins hafi verið sagt að þeim standi til boða að sækja um störf í nýjum úrræðum bæjarins sem taka við í haust en að ekkert sé búið að ákveða. Það sé erfitt að geta ekki sagt ungmennunum hvað sé fram undan í haust. Ungmennaráð Hafnarfjarðar átti einnig von á gestum frá Írlandi í haust á vegum Erasmus+ verkefnis en ekkert verður af því að svo stöddu.Óskar Steinn Ómarsson „Það eina sem við vitum er að við erum rekin og öllu því frábæra ungmennastarfi sem við höfum byggt upp á undanförnum árum verður hent í ruslið eftir sumarfrí,“ segir Óskar. Félög ungmenna mótmæla ákvörðuninni Fréttastofa hefur undir höndum opið bréf stílað á bæjaryfirvöld frá ungmennaráði Hafnarfjarðar, Nemendafélagi Flensborgarskólans og notendaráði Hamarsins vegna tilætlaðrar lokunar. Þar mótmæla þau ákvörðun bæjarins og gagnrýna samráðsleysi yfirvalda og það sem þau kalla ólýðræðisleg vinnubrögð við undirbúning málsins. Þau segja ekkert samráð eða samtal hafa átt sér stað við hafnfirsk ungmenni í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ungmennaráð hafi ítrekað óskað eftir frekara samráði við bæjarstjórn vegna hagsmuna ungs fólks og lagt fram tillögur um framtíðarskipulag ungmennahúsa Hafnarfjarðar. Í bréfinu taka félögin fyrir tillögu sem lögð var fram á fundi fræðsluráðs þann 31. maí í fyrra. Í henni var lagt til að skoða hvort núverandi starfsemi ungmennahússins Hamarsins henti ungmennum eins og lagt hafi verið upp með. Sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs var falið að skila minnisblaði um nýtingu Hamarsins og að þá myndi fræðsluráð taka ákvörðun um næstu skref að því fyrirliggjandi. Kom það í kjölfar þess að ungmennaráð Hafnarfjarðar lagði til að ungmennastarf bæjarins færi fram í stærra og hentugra húsnæði og gæti því sameinast undir einu þaki. Engin greining farið fram Í bréfinu segja undirritaðir að téð minnisblað sem hafi átt að grundvalla frekari ákvörðunartöku liggi ekki fyrir. Það minnisblað sem lagt hafi verið fyrir á fundum fjölskylduráðs og fræðsluráðs snerti ekkert á nýtingu Hamarsins. Aðeins ein setning feli í sér nokkra skírskotun til Hamarsins og var hún á þá leið að honum verði lokað. „Þrátt fyrir að ekkert af því sem sviðsstjóra var falið að gera á fundi fræðsluráðs þann 31. maí 2023 hafi verið gert þá ákvað meirihluti fræðsluráðs og fjölskylduráðs þann 29. maí síðastliðinn að samþykkja óvænta tillögu um að leggja ungmennahúsið Hamarinn niður. Af minnisblaði sem fylgdi tillögunni er ekki að skilja að nokkur greiningarvinna liggi að baki ákvörðuninni og þar eru engin efnisleg rök færð fyrir henni,“ segir í bréfinu. Tvær tillögur eru á dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn næstkomandi frá fulltrúum minnihlutans þar sem annars vegar er lagt til að draga ákvörðun bæjarins um að loka Hamrinum til baka og hins vegar að afturkalla allar uppsagnir starfsfólks. Í fyrstu tillögunni er meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins gagnrýndur fyrir að hafa samþykkt að færa fundartíma fjölskylduráðs á sama tíma og fundartíma fræðsluráðs. Ástæður tilfærslunnar hafi ekki verið tíundaðar að öðru leyti en að fund fjölskylduráðs þyrfti að færa um einn dag. Fulltrúar minnihlutans í báðum ráðum hafi einnig ekki fengið umrædda tillögu í hendurnar fyrir fundi ráðanna og ekki hafi verið neitt í fundarboði sem gaf til kynna að til stæði að afgreiða veigamiklar tillögur um grundvallarbreytingar á félagsstarfi ungmenna á aldrinum 16-24 ára. „Forkastanleg vinnubrögð“ Fulltrúar minnihlutans segja vinnubrögð meirihlutans forkastanleg og að það sé stórhættuleg ákvörðun að leggja niður starfsemi Hamarsins án þess að nokkur greining eða mat hafi farið fram á því hvaða afleiðingar það kunni að hafa fyrir þá hópa sem nýta sér þjónustu hans. „Þar hefur á undanförnum árum verið unnið öflugt og faglegt starf sem hefur verið fordæmisgefandi fyrir önnur ungmennahús á landinu. Unnið hefur verið að verkefnum sem miða að því að styðja við jaðarsetta hópa í samfélaginu til þess að hjálpa þeim að vera virkir þátttakendur í samfélaginu,“ segir í dagskránni. „Með ákvörðunum sínum í Fræðsluráði og Fjölskylduráði hefur meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks stefnt þessu mikilvæga starfi í voða og hugmyndirnar um framhaldið eru óljósar og lítið þar sem hönd er á festandi,“ segir þar jafnframt. „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar getur einfaldlega ekki setið hjá og leyft þessum óvönduðu vinnubrögðum að verða hin nýju viðmið í stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Því verður bæjarstjórn að sýna pólitískan dug og kjark og afturkalla þessar illa undirbúnu ákvarðanir meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Fræðsluráði og Fjölskylduráði frá 29. maí sl. Einungis þannig verður hægt að vinda ofan af þeim skaða sem ákvarðanir meirihlutans hafa þegar valdið.“
Hafnarfjörður Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira