Metfjöldi nemenda þreytir sveinspróf í múrverki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 23:10 Þráinn segir það merki um aukna jákvæðni í garð iðnnáms í íslensku samfélagi. Vísir/Vilhelm Metfjöldi nemenda taka sveinspróf í múrverki við Tækniskólann í vikunni eða alls 26. Þráinn Óskarsson kennari við múrdeild skólans segist finna fyrir aukinni jákvæðni í garð iðnnáms. Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna. Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þeir nemendur sem reyna nú við sveinsprófið í múrverki hófust handa snemma mánudagsmorguninn í skemmu í Skerjafirði. Til prófs eru ýmis undirstöðuatriði múverksins svo sem bygging veggja, trappa, flísalagning, steiningarsetning og ýmislegt fleira. Nemendur eru látnir gera stykki samkvæmt teikningu eins og þessar fagurlega hlöðnu tröppur á myndinni hér að neðan eru gott dæmi um. „Það er meiri jákvæðni fyrir iðnmenntun orðin í dag. Það eru alltaf fleiri og fleiri að koma beint úr grunnskóla í iðnnám, sem var minna um áður fyrr. Það voru á síðustu önn rúmlega fimmtíu að læra múrverk. Það hefur aldrei verið svona mikið,“ segir Þráinn í samtali við fréttastofu. Nemendur hafa frá átta að morgni til sex um kvöld til að vinna að verkefnum sínum og svo kemur sveinsprófsnefnd skipuð þremur múrarameisturum á föstudaginn að meta árangur nemendanna. Aldursbil nemenda er allt frá tvítugu og upp í rúmlega sextugt að sögn Þráins og það eru bara nemendurnir sem þreyta prófið. Rúmlega fimmtíu nemendur á öllum aldri námu múrverk í Tækniskólanum í vetur. Nemendurnir þreyta einnig bóklegt próf.Þráinn Óskarsson Sem kennarinn þeirra má Þráinn ekki skipta sér að vinnu nemenda en hann kíkti í skemmuna í dag til að sjá afraksturinn. „Það er virkilega gaman að fylgjast með þessu,“ segir Þráinn. Í kjölfar mats sveinsprófsnefndarinnar verður fjölskyldu og vinum boðið að skoða árangur nemendanna.
Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira