Vara við meiriháttar skorti á kopar eftir 2025 Jean-Rémi Chareyre skrifar 5. júní 2024 13:00 Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námuvinnsla Orkuskipti Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóða Orkustofnunin (IEA) varar við því ínýrri skýrslu að framboð af kopar og öðrum málmum muni ekki duga til að fullnægja eftirspurn miðað við áætlanir um orkuskipti og kolefnishlutleysi árið 2050. Framleiðsla í mörgum eldri námum hefur verið að dragast saman vegna skorts á hráefni og framleiðsla nýrra náma sem þegar eru á teikniborðinu mun ekki duga til að vega upp á móti því. Framboð af kopar í heiminum gæti dregist saman um allt að 30% fram til 2040. Koparnáma í Perú.Istock Framleiðsla á ýmsum tækjum og vörum sem eru nauðsynleg fyrir orkuskiptin, svo sem rafbílum, rafhlöðum, vindmyllum og sólarsellum, kalla á stóraukna málmframleiðslu, en óvíst er hvort framboð af slíkum málmum verði nægilegt á næstu áratugum. Stofnunin varar líka við að lágt verð á slíkum málmum sé ekki endilega góðar fréttir: Lágt verð er vissulega jákvætt fyrir neytendur en hefur letjandi áhrif þegar kemur að fjárfestingu í nýjar námur og verksmiðjur. Þess vegna sé lágt verð í dag ekki trygging fyrir fullnægjandi framboð í framtíðinni. „Nægilegt framboð á mörkuðum í dag er ekki endilega merki um bjarta framtíð,“ segir í skýrslunni. Kopar og liþíum eru þeir málmar sem eru líklegastir til að skorta. Rafbíll inniheldur um það bil tvöfalt meira magn af kopar en bíll með brunahreyfli (50 kíló að meðaltali, en magnið er þó breytilegt eftir stærð bílsins). Vindmyllur kalla sömuleiðis á mikla koparnotkun, sérstaklega þegar um vindmyllur á sjó er að ræða, en þá þarf að leggja langa koparkapla undir sjó til að tengja vindmyllurnar við raforkukerfið. Koparframleiðsla er þar að auki á hendur tiltölulega fárra ríkja í heiminum og því má lítið bregða út af ef framboð á að halda áfram að aukast í takti við eftirspurn. 33% af frumframleiðslu heimsins fer fram í aðeins tveimur ríkjum í Suður-Ameríku, Chile og Perú, og um 50% af hreinsun og bræðslu fer fram í Kína. Samkvæmt sviðsmynd sem stofnunin kallar NZE (Net Zero Emissions eða kolefnishlutleysi) þyrfti framleiðsla á kopar að aukast um 30% fram til 2040, en mun hins vegar dragast saman um 20% samkvæmt björtustu spám IEA. Með öðrum orðum verður framboð af kopar aðeins helmingurinn af því sem það þyrfti að vera samkvæmt ofangreindri sviðsmynd. Stofnunin er ekki mikið bjartsýnni hvað liþíum varðar: Henni reiknast til að framleiðsla á liþíum þurfi nánast að tífaldast fram að 2040, en að hún muni í besta falli aukast lítillega. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að NZE-sviðsmynd stofnunarinnar byggir á framtíð þar sem orkuskipti byggja fyrst og fremst á tæknilausnum (rafvæddri orkuframleiðslu og samgöngukerfum), en með því að byggja orkuskiptin á samfélagslegum breytingum samhliða tæknilegum breytingum er hægt að draga úr líkum á hráefnisskorti. Dæmi bílanna er lýsandi: Orkuskipti sem miða eingöngu að því að skipta út bensínbíla fyrir rafbíla kalla á mikla málmframleiðslu, en orkuskipti sem miða um leið að því að fækka bílum og draga úr stærð þeirra eru mun líklegri til að standast væntingum. Þetta er þó ekki leiðin sem íslensk stjórnvöld hafa kosið að fara hingað til. Samkvæmt tölumSamgöngustofu fjölgaði fólksbílum um 37% milli 2012 og 2022 og þótt hlutfall rafbíla hafi verið að aukast eru bensín- og dísilbílar fleiri í dag en þeir voru árið 2012. Þar að auki eru seldir rafbílar að verða sífellt stærri og þyngri, með tilheyrandi aukningu í eftirspurn eftir málmum. Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun