Hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir banaslysið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 14:31 Mynd frá vettvangi við Reyjkanesvirkjun árið 2017. Vísir/GVA Umsögn Vinnueftirlitsins varpar nýju ljósi á banaslys sem varð fyrir sjö árum síðan í svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi. Adam Osowski, 43 ára frá Póllandi, lést í slysinu eftir að gas úr borholu Reykjanesvirkjunar komst upp í gegnum vatnslagnir vegna yfirþrýstings inn í svefnskálanum. Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins segir í samtali við Vísi að atvikið hafi ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Heimildin greindi fyrst frá. Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. HS Orka gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir Í umsögninni kemur skýrt fram að HS Orka hafi ekki gert nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið meðvitað um vankanta er vörðuðu borholuna. Þrátt fyrir þetta sá lögreglan á Suðurnesjum ekki ástæðu til að rannsaka hvort HS Orka bæri ábyrgð á banaslysinu vegna vanrækslu á að bæta úr þeim göllum sem komu í ljós árið 2013. Málið var fellt niður en tryggingafélag HS Orku gerði samkomulag um bætur við aðstandendur Adams. Jóhannes Helgason, sem vann að rannsókn málsins fyrir hönd Vinnueftirlitsins, segir í samtali við Vísi að HS Orka hafi veitt Vinnueftirlitinu upplýsingar um gallana sem komu upp árið 2013 af eigin frumkvæði. „Þeir voru ekki að fela þetta en þeir hafa fundið þetta eftir að slysið varð. Ég veit ekki hvort að þetta frávik hafi verið borið undir lögregluna á sínum tíma,“ segir Jóhannes. Hefði ekki þurft að gerast Spurður hvort að honum finnist að HS Orka hefði átt að bera ábyrgð sökum gáleysislegrar vanrækslu segir Jóhannes að það sé auðvitað túlkunaratriði. Hann bætir þó við: „Það hefði verið heppilegra ef það hefði verið bætt úr þessu, þá hefði þetta ekki gerst. Það hefði þurft tiltölulega einfalda aðgerð til að bæta úr þessu. Þá hefði þetta ekki farið á þennan veg. Þetta er lögreglunnar að meta en mér fannst þetta gáleysislegt þegar eitthvað svona alvarlegt kemur upp og það er ekki leiðrétt. Þeir voru búnir að sjá hættuna og lagfærðu þetta ekki. Það hefði ekki komið okkur á óvart ef þetta hefði farið þá leið að þetta hefði verið metið sem gáleysi.“ Skortur á svörum frá lögreglunni Vinnueftirlitið sendi lögreglunni á Suðurnesjum beiðni um að taka skýrslu af ýmsum aðilum tengdum málinu sex dögum eftir banaslysið. Þar á meðal var forstjóri HS Orku en lögreglan var beðin um að spyrja hann að ýmsu tengdu borholunni en þar má helst nefna hvort að starfsmenn fyrirtækisins hefðu áður orðið varir við frávik vegna gasmengunar í kaldavatnskerfinu. Í umsögninni lýsir Vinnueftirlitið skorti á svörum frá lögreglunni varðandi skýrslutökur af málsaðilum og svör við spurningum. Þá kemur jafnframt fram að öryggisstjórnkerfi HS Orku hafi verið ófullnægjandi. „Þrýstingsmælir á borholu virkaði ekki sem skyldi og boð um það bárust ekki inn í öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Ekki var búið að uppfæra/raungera áhættumat í samræmi við upplýsingar frá árinu 2013,“ stendur í niðurstöðukafla Vinnueftirlitsins. Sváfu í gömlu mötuneyti Jóhannes tekur fram að svefnskálinn svokallaði sem Adam og herbergisfélaginn gistu í á vegum fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi hafi í raun verið mötuneyti. „Upphaflega var þetta mötuneyti. Þetta var allavega ekki í notkun nema sá látni gisti þarna og tilgangurinn var sá að hann og herbergisfélaginn hans gætu stokkið til og unnið ef eitthvað kæmi upp á.“ Spurður hvort að Adam hafi búið þarna þau sex ár sem hann vann fyrir fyrirtækið segir Jóhannes að hann geti ekki svarað því en tekur fram að þeir hafi verið með eitthvað dót þarna. „Þeir voru með eitthvað dót þarna en sá látni átti kærustu sem bjó í Keflavík minni mig, svo kannski hafa þeir átt eitthvað annað heimili þó að þeir hafi oft gist þarna.“ Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Starfsmaður fiskverkunar Háteigs í ellefu ár. 10. febrúar 2017 12:38 Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Herbergisfélagi Adams var einnig í lífshættulegu ástandi eftir atvikið. Rannsakandi málsins segir í samtali við Vísi að atvikið hafi ekki þurft að eiga sér stað og að auðveldlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir það. Heimildin greindi fyrst frá. Í umsögn Vinnueftirlitsins vegna slyssins sem Vísir hefur undir höndum kemur fram að sambærilegt atvik hafi átt sér stað með sömu borholu fjórum árum fyrir banaslysið, árið 2013. Reykjanesvirkjun er í eigu HS Orku en þrátt fyrir að atvikið árið 2013 hafi verið skráð í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna var ekkert gert. HS Orka gerði ekki nauðsynlegar ráðstafanir Í umsögninni kemur skýrt fram að HS Orka hafi ekki gert nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið meðvitað um vankanta er vörðuðu borholuna. Þrátt fyrir þetta sá lögreglan á Suðurnesjum ekki ástæðu til að rannsaka hvort HS Orka bæri ábyrgð á banaslysinu vegna vanrækslu á að bæta úr þeim göllum sem komu í ljós árið 2013. Málið var fellt niður en tryggingafélag HS Orku gerði samkomulag um bætur við aðstandendur Adams. Jóhannes Helgason, sem vann að rannsókn málsins fyrir hönd Vinnueftirlitsins, segir í samtali við Vísi að HS Orka hafi veitt Vinnueftirlitinu upplýsingar um gallana sem komu upp árið 2013 af eigin frumkvæði. „Þeir voru ekki að fela þetta en þeir hafa fundið þetta eftir að slysið varð. Ég veit ekki hvort að þetta frávik hafi verið borið undir lögregluna á sínum tíma,“ segir Jóhannes. Hefði ekki þurft að gerast Spurður hvort að honum finnist að HS Orka hefði átt að bera ábyrgð sökum gáleysislegrar vanrækslu segir Jóhannes að það sé auðvitað túlkunaratriði. Hann bætir þó við: „Það hefði verið heppilegra ef það hefði verið bætt úr þessu, þá hefði þetta ekki gerst. Það hefði þurft tiltölulega einfalda aðgerð til að bæta úr þessu. Þá hefði þetta ekki farið á þennan veg. Þetta er lögreglunnar að meta en mér fannst þetta gáleysislegt þegar eitthvað svona alvarlegt kemur upp og það er ekki leiðrétt. Þeir voru búnir að sjá hættuna og lagfærðu þetta ekki. Það hefði ekki komið okkur á óvart ef þetta hefði farið þá leið að þetta hefði verið metið sem gáleysi.“ Skortur á svörum frá lögreglunni Vinnueftirlitið sendi lögreglunni á Suðurnesjum beiðni um að taka skýrslu af ýmsum aðilum tengdum málinu sex dögum eftir banaslysið. Þar á meðal var forstjóri HS Orku en lögreglan var beðin um að spyrja hann að ýmsu tengdu borholunni en þar má helst nefna hvort að starfsmenn fyrirtækisins hefðu áður orðið varir við frávik vegna gasmengunar í kaldavatnskerfinu. Í umsögninni lýsir Vinnueftirlitið skorti á svörum frá lögreglunni varðandi skýrslutökur af málsaðilum og svör við spurningum. Þá kemur jafnframt fram að öryggisstjórnkerfi HS Orku hafi verið ófullnægjandi. „Þrýstingsmælir á borholu virkaði ekki sem skyldi og boð um það bárust ekki inn í öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins. Ekki var búið að uppfæra/raungera áhættumat í samræmi við upplýsingar frá árinu 2013,“ stendur í niðurstöðukafla Vinnueftirlitsins. Sváfu í gömlu mötuneyti Jóhannes tekur fram að svefnskálinn svokallaði sem Adam og herbergisfélaginn gistu í á vegum fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi hafi í raun verið mötuneyti. „Upphaflega var þetta mötuneyti. Þetta var allavega ekki í notkun nema sá látni gisti þarna og tilgangurinn var sá að hann og herbergisfélaginn hans gætu stokkið til og unnið ef eitthvað kæmi upp á.“ Spurður hvort að Adam hafi búið þarna þau sex ár sem hann vann fyrir fyrirtækið segir Jóhannes að hann geti ekki svarað því en tekur fram að þeir hafi verið með eitthvað dót þarna. „Þeir voru með eitthvað dót þarna en sá látni átti kærustu sem bjó í Keflavík minni mig, svo kannski hafa þeir átt eitthvað annað heimili þó að þeir hafi oft gist þarna.“
Lögreglumál Jarðhiti Reykjanesbær Vinnuslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Starfsmaður fiskverkunar Háteigs í ellefu ár. 10. febrúar 2017 12:38 Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í svefnskála á Suðurnesjum Starfsmaður fiskverkunar Háteigs í ellefu ár. 10. febrúar 2017 12:38
Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs Rannsókn HS Orku og Vinnueftirlitsins á banaslysinu í húsnæði Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017 er nú lokið. 4. október 2018 20:02