Fannst yfirgefin tveggja daga gömul en lifir góða lífinu í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. júní 2024 15:20 Það væsir ekki um kálfinn unga, sem enn á eftir að fá nafn. Hreindýragarðurinn Hálfs mánaðar gamall hreindýrskálfur er nýjasti íbúinn í Hreindýragarðinum á bænum Vínlandi á Héraði rétt við Egilsstaði. Nýliðinn hefur vakið mikla lukku þrátt fyrir að mikil vinna liggi að baki því að sjá um móðurlausan kálf. Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira
Kolbrún Edda er einn af umsjónarmönnum Hreindýragarðsins. Hún segir bænum hafa borist símtal þess efnis að lítill hreindýrskálfur hafi fundist yfirgefinn upp í fjalli nálægt Ormsstöðum utan við Egilsstaði. Björn Magnússon hreindýrabóndi og afi Eddu hafi stokkið af stað og verið meira en viðbúin þessu, en fyrir eiga þau hreindýratarfa sem fundust árið 2021, Mosa og Garp. Eftir að Mosi og Garpur fundust, aðeins nokkurra daga gamlir, gekk Björn þeim í móðurstað. Sama átti sér stað þegar nýjasti kálfurinn fannst. „Afi hefur síðustu ár verið að vinna í því að stækka og betrumbæta Hreindýragarðinn og hefur aðsóknin verið fram úr okkar væntingum. Með því að hugsa um tarfana okkar tvo hefur hann verið að byggja kofa og fleiri hólf, ef það skyldu finnast fleiri kálfar eða hreindýr í neyð, og hefur hann búið þar síðustu vikur, með litlu hreindýrabeljuna okkar,“ segir Edda. Kálfurinn var á stærð við fót fyrstu dagana. Hreindýragarðurinn Hún hafi einungis verið eins eða tveggja daga gömul þegar hún kom í Hreindýragarðinn. „Hún hefur dafnað afar vel og er um hálfs mánaða í dag. Það er brjáluð vinna að vera með móðurlausan hreindýrskálf og hefur afi verið hjá henni allan sólahringinn, dag og nótt, að hlúa að henni og passa að hún fái allt sem hún þurfi.“ Edda segir svipaða vinnu felast í því að sjá um hreindýrskálf og ungabarn. Fyrir utan að sofa þurfi með kálfinn úti og blanda nýja mjólk á tveggja tíma fresti. Hreindýragarðurinn virðist afar vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn sem eiga leið um Austurlandið. „Við höfum verið að fá mikið af gestum þrátt fyrir lítið af auglýsingum, en í vetur fengum við gesti hvern einasta dag, þrátt fyrir að vera ekki með opnunartíma. Og síðasta sumar voru um fjögur þúsund manns,“ segir Edda. Enn á eftir að gefa kálfinum nafn, en í færslu Hreindýragarðsins á Instagram eru fylgjendur beðnir um tillögur að nafni á kálfinn. Lumar þú á góðu nafni? Kálfurinn vex hratt úr grasi. Hreindýragarðurinn Íbúar passa vel upp á að hún sé nærð.Hreindýragarðurinn Mosi og Garpur ásamt Birni hreindýrabónda.Hreindýragarðurinn
Dýr Landbúnaður Múlaþing Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Neitaði að borga reikninginn, hótaði löggu lífláti og fór í steininn Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Sjá meira