Viðreisn býðst til að bjarga lögreglufrumvarpi dómsmálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2024 16:51 Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir flokkinn reiðubúinn að rjúfa „pattstöðuna“ um mikilvæg mál. Vísir/Arnar Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögreglulögum miðar meðal annars að því að efla svokallaðar „afbrotavarnir“ eða „forvirkar rannsóknarheimildir“ lögreglu. Það er enn fast í nefnd og óljóst hvort takist að koma málinu í gegn áður en þingi verður slitið. Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“ Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Svo virðist sem Vinstri græn setji ýmsa fyrirvara við málið en í gær sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, til dæmis að lögreglan ráði varla við þær valdheimildir sem hún hafi núna og spurði í ljósi þess hvort lögreglan hafi við auknar valdheimildir að gera. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hún þá jafnframt að fara þyrfti „ákaflega varlega í auknar heimildir til lögreglu.“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að það væri augljóst að VG tæki sér stöðu gegn frumvarpi dómsmálaráðherra um lögreglulögin. Hann sagði að það væri ekki sjálfbært fyrir þjóðina að hafa ríkisstjórn sem gengi út á gagnkvæmt neitunarvald flokkanna og að það megi ekki alltaf enda þannig að stjórnarflokkarnir stöðvi mál hvers annars óháð því hvort þingmeirihluti væri fyrir málum eða ekki. Sigmar sagði að líklega væri meirihluti fyrir breytingunum á lögreglulögum í þinginu og að Viðreisn, flokkur Sigmars, vildi leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn. „Það er ekki ólíklegt að það sé meirihluti fyrir því hér í þinginu að fjölga hér lögreglumönnum, efla löggæslu og grípa til aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi og hryðjuverkaógn þótt einn stjórnarflokkanna sé mögulega á móti því. Viðreisn vill leggja sitt af mörkum til að ná því máli í gegn bæði til að efla löggæslu í landinu og efla öryggi borgarinnar en ekki síður til að tryggja eftirlit með þeim valdheimildum sem beitt er.“ Sigmar benti á að þingmeirihluti væri fyrir breytingum í orkumálum og að Viðreisn sé til í samtal við alla flokka, óháð víglínu stjórnar- og stjórnarandstöðu um þau mál sem flokkurinn telji brýnt að ljúka áður en þingi sé slitið. „Sú pattstaða sem hér er uppi vegna ósættis innan stjórnarliðsins vinnur gegn hagsmunum almennings, ein leið út úr því er ofur einfaldlega að láta reyna á hver vilji þingsins er, óháð því hvað einstaka stjórnarflokkum kann að finnast.“
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
Segir lögregluna varla ráða við núverandi valdheimildir Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að það vekti með henni ugg að lesa „nær daglega“ fréttir af lögreglu sem fara offari í aðgerðum sínum og beiti almenna borgara valdi og hörku. 4. júní 2024 16:50