Láninu varið í að tryggja örugga og heilsusamlega skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 15:16 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Vísir/Ívar 100 milljóna evra lán til Reykjavíkurborgar mun greiða götur borgarinnar þegar það kemur að umfangsmiklu viðhaldsátaki í skólahúsnæði borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Carlo Monticelli, bankastjóri Þróunarbanka Evrópuráðsins, komu saman í dag til að undirrita samning um 100 milljóna evra lán. Eins og greint hefur verið frá samþykkti meirihluti borgarstjórnar lántökuna í gær. Að því sem fram kemur í tilkynningunni mun láninu vera varið í að koma skólahúsnæði í borginni í nútímalegt horf og til að tryggja öruggt og heilsusamlegt skólahúsnæði. Eins og greint hefur verið frá hefur mygla og aðrir skaðvaldar hrjáð ýmsa skóla á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið gagnist innflytjendum og íbúum Grindavíkur „Með þessu átaki verður skólahúsnæði fært í nútímalegt horf þar sem aðstaða til kennslu og lærdóms verður í takt við það sem best verður á kosið í nútímakennslufræðum á öllum stigum náms frá leikskóla til loka grunnskóla,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir að lántakan muni gagnast um 22.500 börnum í Reykjavík. „Þar á meðal fjölskyldum innflytjenda, úkraínsku flóttafólki og þeim 200 fjölskyldum sem misstu nýlega heimili sín vegna eldsumbrota við Grindavík.“ Lánið dekkar aðeins hluta kostnaðar Fyrirhugað er að fjárfestingarnar komi til framkvæmda á tímabilinu 2023 til 2028 en heildarkostnaður nemur 223 milljón evrum. Lánið mun því aðeins dekka hluta framkvæmdanna. „Þessi lánssamningur styður okkur í að halda áfram mikilvægu viðhaldsátaki og uppbyggingu á skólahúsnæði í borginni og endurspeglar forgangsröðun okkar í meirihlutanum í þágu skólamála,“ er haft eftir Einari í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Undirritun samningsins fór fram í aðdraganda 57. sameiginlega fundar Þróunarbanka Evrópuráðsins sem hefst í dag og íslensk stjórnvöld standa að í ár en þar koma saman fulltrúar hluthafa og æðstu stjórnenda bankans. Ísland er eitt átta stofnríkja Þróunarbanka Evrópuráðsins.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. 5. júní 2024 21:09