Tungumálastuðningur lykillinn að bættri stöðu drengja í skólakerfinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2024 16:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið og Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir verkefninu. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttari áskoranir, stuðningur sem mætir kröfum drengja, skýr tilgangur og tungumálastuðningur eru lykilatriði að bættri stöðu drengja í skólakerfinu samkvæmt skýrslu á vegum tveggja ráðuneyta sem kynnt var á blaðamannafundi í dag. Tryggvi Hjaltason höfundur skýrslunnar kynnti hana á blaðamannafundi í dag. Úttektin var unnin síðustu átján mánuði og niðurstöðurnar byggja á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir hundrað aðila í menntakerfinu. Meðal viðmælenda eru drengir, kennarar og skólastjórar úr skólakerfinu, fræðimenn úr skólaumhverfinu og aðrir aðilar ótengdir skólaumverfinu. Í henni kemur fram að meira en þriðjungur drengja nær ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi if læsi á náttúruvísindi við útskrift úr grunnskóla. Þá ná einungis sex prósent íslenskra drengja afburðahæfni í stærðfræði við útskrift, nær tvöfalt lægra en meðaltal OECD-ríkjanna, sem er ellefu prósent. Þá kom fram að á Íslandi sé eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, eða fjörutíu prósent meira en hjá stúlkum. Tjá vanlíðan síður með orðum Tryggvi lagði fram nokkrar breytur sem mögulegar orsakir bágrar stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði menntakerfið oft eiga erfitt með að veita drengjum stuðning og umhverfi sem mæti þeirra þörfum. Drengjum leiðist frekar í námi og þurfi skýrari tilgang og fjölbreyttari áskoranir til að efla virkni í námi. Þá þurfi þeir meiri tungumálastuðning. „Og ég held að það sé grunnurinn að þessu öllu,“ segir Tryggvi, en í skýrslunni kom meðal annars fram að drengir mælist talsvert á eftir stúlkum í tungumálagetu og fleiri drengir séu með málþroskaraskanir en stúlkur, sem virðist frá ýta undir áskoranir í tungumálageta alla skólagönguna. Þá sagði hann rauða þráðinn í viðtölum sem hann tók við fimmtán til sautján ára drengi að þeir tjái vanlíðan og vanmátt síður í gegnum orð og meira með hætti sem skólakerfið mæti með ófullnægjandi hætti. Þeir eigi í meira mæli erfiðara með hefðbundna bóknámskennslu og þeim sé síður mætt á þeirra forsendum til náms. Til að bæta stöðu drengja voru lagðar til átta lausnir með samtals 27 aðgerðum. Hver aðgerð byggir á ráðgjöf og reynslu kennara og sérfræðinga, árangri af vel heppnuðum úrræðum og mælingum á farsæld drengja. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: Viðurkennum mikilvægi tilgangs, virkni og árangurs hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar Eflum framleiðslu og aðgang að fjölbreyttara námsefni. Styrkjum kennarastéttina. Eflum málþroska, málskilning og innri áhugahvöt til lesturs á öllum stigum. Eflum hreyfingu sem skipulagðari hluta af skóladeginum. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri svo þeir geti veitt betri stuðning við nám og velferð barna sinna og tekið aukna ábyrgð. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir. Styðjum verkefni sem gefið hafa góða raun og/eða sýna mælanlegan árangur. Skýrsluna má nálgast á vef stjórnarráðsins. Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Tryggvi Hjaltason höfundur skýrslunnar kynnti hana á blaðamannafundi í dag. Úttektin var unnin síðustu átján mánuði og niðurstöðurnar byggja á ítarlegri tölfræðigreiningu og viðtölum við yfir hundrað aðila í menntakerfinu. Meðal viðmælenda eru drengir, kennarar og skólastjórar úr skólakerfinu, fræðimenn úr skólaumhverfinu og aðrir aðilar ótengdir skólaumverfinu. Í henni kemur fram að meira en þriðjungur drengja nær ekki grunnhæfni í stærðfræðilæsi if læsi á náttúruvísindi við útskrift úr grunnskóla. Þá ná einungis sex prósent íslenskra drengja afburðahæfni í stærðfræði við útskrift, nær tvöfalt lægra en meðaltal OECD-ríkjanna, sem er ellefu prósent. Þá kom fram að á Íslandi sé eitt mesta brottfall drengja úr framhaldsskóla á Vesturlöndum, eða fjörutíu prósent meira en hjá stúlkum. Tjá vanlíðan síður með orðum Tryggvi lagði fram nokkrar breytur sem mögulegar orsakir bágrar stöðu drengja í menntakerfinu. Hann sagði menntakerfið oft eiga erfitt með að veita drengjum stuðning og umhverfi sem mæti þeirra þörfum. Drengjum leiðist frekar í námi og þurfi skýrari tilgang og fjölbreyttari áskoranir til að efla virkni í námi. Þá þurfi þeir meiri tungumálastuðning. „Og ég held að það sé grunnurinn að þessu öllu,“ segir Tryggvi, en í skýrslunni kom meðal annars fram að drengir mælist talsvert á eftir stúlkum í tungumálagetu og fleiri drengir séu með málþroskaraskanir en stúlkur, sem virðist frá ýta undir áskoranir í tungumálageta alla skólagönguna. Þá sagði hann rauða þráðinn í viðtölum sem hann tók við fimmtán til sautján ára drengi að þeir tjái vanlíðan og vanmátt síður í gegnum orð og meira með hætti sem skólakerfið mæti með ófullnægjandi hætti. Þeir eigi í meira mæli erfiðara með hefðbundna bóknámskennslu og þeim sé síður mætt á þeirra forsendum til náms. Til að bæta stöðu drengja voru lagðar til átta lausnir með samtals 27 aðgerðum. Hver aðgerð byggir á ráðgjöf og reynslu kennara og sérfræðinga, árangri af vel heppnuðum úrræðum og mælingum á farsæld drengja. Aðgerðirnar eru eftirfarandi: Viðurkennum mikilvægi tilgangs, virkni og árangurs hvers barns í menntun sinni og mótum mælikvarða til gæðaviðmiðunar Eflum framleiðslu og aðgang að fjölbreyttara námsefni. Styrkjum kennarastéttina. Eflum málþroska, málskilning og innri áhugahvöt til lesturs á öllum stigum. Eflum hreyfingu sem skipulagðari hluta af skóladeginum. Hjálpum foreldrum með skýr markmið, þjálfun og verkfæri svo þeir geti veitt betri stuðning við nám og velferð barna sinna og tekið aukna ábyrgð. Styðjum einstaka sveitarfélög og skóla til að sækja fram og koma með sínar lausnir. Styðjum verkefni sem gefið hafa góða raun og/eða sýna mælanlegan árangur. Skýrsluna má nálgast á vef stjórnarráðsins.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira