Íbúar óánægðir með borgina sem kemur í veg fyrir Bónusverslun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júní 2024 15:00 Íbúar Úlfarsársdalar og Grafarholts telja nú um níu þúsund manns en þeir eru án matvöruverslunar næstu vikurnar. Vísir/Vilhelm Um níu þúsund íbúar í Úlfarsárdal og Grafarholti eru án matvörubúðar í hverfinu næstu vikurnar vegna framkvæmda í Krónunni í Grafarholti. Íbúi í hverfinu gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að standa í vegi fyrir að Bónusverslun verði reist við Úlfarsárdal en aðalskipulag sem gildir til ársins 2040 kemur í veg fyrir þær framkvæmdir. Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Þurfa því íbúar í hverfinu að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Ekki er búið að tilkynna hvenær verslunin opnar aftur en ljóst er að hún verður lokuð í nokkrar vikur. Hjörtur Rúnar Guðmundsson, íbúi í hverfinu frá árinu 2004, bendir á að þetta þyrfti ekki að vera svona en Hagar hafa lýst yfir áhuga að opna Bónusverslun við Bauhaus sem er í grennd við Úlfarsárdal. Þorvaldur Þorláksson, forstöðumaður fasteigna og þróunar hjá Högum, segir í samtali við Vísi að aðalskipulag Reykjavíkur komi í veg fyrir að Bónusverslunin verði að veruleika. Skipulag borgarinnar kemur í veg fyrir matvöruverslun Þorvaldur bendir á að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir verslun sem er 700 fermetrar eða minni inn í hverfinu. Hagar vilja þó reisa mun stærri verslun við stofnbraut til að þjónusta íbúa með sem bestum hætti. „Til þess að reka nýja verslun á nýju svæði þarftu að hafa matvöruleyfi á viðkomandi stað. Í skipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að verslanir séu inn í hverfum og séu 700 fermetrar eða minni. Það eru minni einingar en við höfum almennt verið með.“ Hann tekur fram að Hagar hafi mikinn áhuga að reisa verslun á svæðinu en að til þess þurfi heimild að vera til staðar. „Það liggur enginn vafi á því að við erum að leita að húsnæði þarna og erum mjög áhugasamir um það eftir að versluninni við Korputorg var lokað en það er aðalskipulag Reykjavíkurborgar sem kemur í veg fyrir það,“ segir Þorvaldur. Reykjavíkurborg föst í fortíðinni Hann segir íbúa í hverfinu hafa lýst yfir miklum áhuga fyrir verslun á svæðinu. Hjörtur Rúnar er einn af þeim íbúum. Hann segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg þurfi að losa sig við hugmyndir um kaupmanninn á horninu sem séu sveipaðar fortíðarþrá og þannig vinna í takt við tímann. „Borgin þarf að útskýra af hverju þeir leggja svona mikla áherslu á kaupmanninn á horninu þegar enginn kaupmaður vill verða það. Þetta eru liðnir tímar.“ Hann segir að borgin leggi of mikla áherslu á að hverfi byggist upp á það sé nærþjónusta í hverfinu og fólk geti þannig gengið í búðina. „Það er búið að prufa þetta og þetta gengur ekki. Þetta gengur kannski í Melabúðinni þar sem það eru einhverjir fimm þúsund stúdentar að versla eitthvað “ Fólk vill ekki borga 400 krónur fyrir mjólk Hann tekur fram að það hafi áður verið hverfisverslanir í hverfinu en að þær verslanir hafi komið og farið vegna þess að reksturinn gengur ekki. „Fólk er einfaldlega ekki að fara borga 400 krónur fyrir mjólkurlítra,“ segir hann. Spurður hvort að Krónu verslunin í Grafarholti nægi fyrir þarfir íbúa þegar hún opnar aftur síðar í sumar svarar Hjörtur því neitandi. Hann bendir á að verslunin sé tiltölulega lítil og að vöruúrvalið þar sé ekki sambærilegt miðað við aðrar Krónu verslanir. Hann bendir jafnframt á að lítið sé um bílastæði við verslunina og að þau fyllist fljótt. Hann bætir við að oft myndist mikil örtröð á svæðinu þegar eitthvað er um að vera í veislusalnum Gullhömrum fyrir ofan Krónuna en þá er nær ómögulegt að finna stæði við verslunina. Hann segir eitthvað vera um að vera í Gullhömrum reglulega og nefnir þar sérstaklega erfðadrykkjur eða afmæli sem eru gjarnan á virkum dögum á háannatíma þegar flestir fara að kaupa í matinn. Í andstöðu við stefnu borgarinnar Hjörtur segir einnig að það væri frábært fyrir íbúa að geta valið á milli þess að versla við Krónuna eða Bónus í nærumhverfi sínu og að samkeppni á svæðinu sé nauðsynleg. Hann bendir jafnframt á að þessi stefna Reykjavíkurborgar sé í raun í andstöðu við gildi borgarinnar sem leggur áherslu á að minnka umferð og streitu íbúa. „Það sem maður skilur ekki er að borgin hefur þá stefnu að fólk noti bílinn sem minnst. Þarna í þessu tíu þúsund manna samfélagi er forsenda þess að draga úr umferð að í nærumhverfinu er gott aðgengi að matvöruverslunum. Það fer ekki saman hljóð og mynd.“ Reykjavík Hagar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Eins og staðan er núna er Krónan í Grafarholti eina matvörubúðin í hverfinu en henni var lokað 30. maí vegna framkvæmda. Þurfa því íbúar í hverfinu að keyra í Spöngina í Grafarvoginum eða í Mosfellsbæ til að versla í matinn. Ekki er búið að tilkynna hvenær verslunin opnar aftur en ljóst er að hún verður lokuð í nokkrar vikur. Hjörtur Rúnar Guðmundsson, íbúi í hverfinu frá árinu 2004, bendir á að þetta þyrfti ekki að vera svona en Hagar hafa lýst yfir áhuga að opna Bónusverslun við Bauhaus sem er í grennd við Úlfarsárdal. Þorvaldur Þorláksson, forstöðumaður fasteigna og þróunar hjá Högum, segir í samtali við Vísi að aðalskipulag Reykjavíkur komi í veg fyrir að Bónusverslunin verði að veruleika. Skipulag borgarinnar kemur í veg fyrir matvöruverslun Þorvaldur bendir á að í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir verslun sem er 700 fermetrar eða minni inn í hverfinu. Hagar vilja þó reisa mun stærri verslun við stofnbraut til að þjónusta íbúa með sem bestum hætti. „Til þess að reka nýja verslun á nýju svæði þarftu að hafa matvöruleyfi á viðkomandi stað. Í skipulagi Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir því að verslanir séu inn í hverfum og séu 700 fermetrar eða minni. Það eru minni einingar en við höfum almennt verið með.“ Hann tekur fram að Hagar hafi mikinn áhuga að reisa verslun á svæðinu en að til þess þurfi heimild að vera til staðar. „Það liggur enginn vafi á því að við erum að leita að húsnæði þarna og erum mjög áhugasamir um það eftir að versluninni við Korputorg var lokað en það er aðalskipulag Reykjavíkurborgar sem kemur í veg fyrir það,“ segir Þorvaldur. Reykjavíkurborg föst í fortíðinni Hann segir íbúa í hverfinu hafa lýst yfir miklum áhuga fyrir verslun á svæðinu. Hjörtur Rúnar er einn af þeim íbúum. Hann segir í samtali við Vísi að Reykjavíkurborg þurfi að losa sig við hugmyndir um kaupmanninn á horninu sem séu sveipaðar fortíðarþrá og þannig vinna í takt við tímann. „Borgin þarf að útskýra af hverju þeir leggja svona mikla áherslu á kaupmanninn á horninu þegar enginn kaupmaður vill verða það. Þetta eru liðnir tímar.“ Hann segir að borgin leggi of mikla áherslu á að hverfi byggist upp á það sé nærþjónusta í hverfinu og fólk geti þannig gengið í búðina. „Það er búið að prufa þetta og þetta gengur ekki. Þetta gengur kannski í Melabúðinni þar sem það eru einhverjir fimm þúsund stúdentar að versla eitthvað “ Fólk vill ekki borga 400 krónur fyrir mjólk Hann tekur fram að það hafi áður verið hverfisverslanir í hverfinu en að þær verslanir hafi komið og farið vegna þess að reksturinn gengur ekki. „Fólk er einfaldlega ekki að fara borga 400 krónur fyrir mjólkurlítra,“ segir hann. Spurður hvort að Krónu verslunin í Grafarholti nægi fyrir þarfir íbúa þegar hún opnar aftur síðar í sumar svarar Hjörtur því neitandi. Hann bendir á að verslunin sé tiltölulega lítil og að vöruúrvalið þar sé ekki sambærilegt miðað við aðrar Krónu verslanir. Hann bendir jafnframt á að lítið sé um bílastæði við verslunina og að þau fyllist fljótt. Hann bætir við að oft myndist mikil örtröð á svæðinu þegar eitthvað er um að vera í veislusalnum Gullhömrum fyrir ofan Krónuna en þá er nær ómögulegt að finna stæði við verslunina. Hann segir eitthvað vera um að vera í Gullhömrum reglulega og nefnir þar sérstaklega erfðadrykkjur eða afmæli sem eru gjarnan á virkum dögum á háannatíma þegar flestir fara að kaupa í matinn. Í andstöðu við stefnu borgarinnar Hjörtur segir einnig að það væri frábært fyrir íbúa að geta valið á milli þess að versla við Krónuna eða Bónus í nærumhverfi sínu og að samkeppni á svæðinu sé nauðsynleg. Hann bendir jafnframt á að þessi stefna Reykjavíkurborgar sé í raun í andstöðu við gildi borgarinnar sem leggur áherslu á að minnka umferð og streitu íbúa. „Það sem maður skilur ekki er að borgin hefur þá stefnu að fólk noti bílinn sem minnst. Þarna í þessu tíu þúsund manna samfélagi er forsenda þess að draga úr umferð að í nærumhverfinu er gott aðgengi að matvöruverslunum. Það fer ekki saman hljóð og mynd.“
Reykjavík Hagar Verslun Matvöruverslun Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira