Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaafhendingunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 13:35 Háteigsskóli útskrifaði 10. bekkinga í vikunni og fékk helmingur nemenda viðurkenningu, og allar stelpurnar nema tvær. Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaathöfninni. vísir/vilhelm Í vikunni var útskrift hjá 10. bekk í Háteigsskóla sem eru krakkar á aldrinum 15 til 16 ára. Helmingur barnanna fékk viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi. Hinn helmingurinn sat eftir úti í sal, tuttugu strákar og tvær stelpur. Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira
Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Sjá meira