Ekki lagaheimild fyrir einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 21:00 Frá kröfugöngu til stuðnings Palestínu, en mótmælendur hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Vísir/Hjalti Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís. Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís.
Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira