Ekki lagaheimild fyrir einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 21:00 Frá kröfugöngu til stuðnings Palestínu, en mótmælendur hafa kallað eftir því að íslensk stjórnvöld beiti viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Vísir/Hjalti Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís. Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Hópur mótmælenda kom saman við utanríkisráðuneytið í dag og gekk niður á Austurvöll og lét vel í sér heyra á leiðinni, en mótmælendur eru með skilaboð til stjórnvalda: „Það er að setja viðskiptaþvinganir strax á Ísrael og slíta stjórnmálasambandi við Ísrael því að við getum ekki verið í einhverju lýðræðislegu sambandi við ríki sem er að stunda þjóðarmorð. Þannig að það er mjög skírt,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sem var meðal mótmælenda í dag. Í svipaðan streng tóku aðrir mótmælendur sem fréttastofa ræddi við. „Ég er komin hingað til þess að mótmæla ástandinu á Gasa, ég er komin hingað til þess aðákalla íslensk stjórnvöld að taka skýra afstöðu, fordæma árásirnar á Gasa,“ segir Anna Lúðvíksdóttir. Ester Ösp Sigurðardóttir, önnur úr hópi mótmælenda nefndi einnig viðskiptaþvinganir. „Og bara sterkari skilaboð til stjórnvalda í Ísrael og stjórnvalda annars staðar í Evrópu, að íslensk stjórnvöld séu nógu hugrökk til þess að standa, og standa almennilega, með Palestínu,“ segir Ester. Minnisblað rætt í ríkisstjórn Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna ástandsins á Gasa voru rædd á ríkisstjórnarfundi í gær. „Stjórnvöld hafa nýtt hvert tækifæri sem gefst til þess að koma á framfæri skýrri afstöðu. Bæði um tafarlaust vopnahlé, um það að allar vísbendingar um brot á alþjóðalögum séu rannsakaðar, við styðjum í einu og öllu viðþá dómstóla og þær stofnanir sem að við leggjum allt okkar traust á,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í hópi ráðumanna á málþinginu.Vísir/Einar Íslensk stjórnvöld viðurkenni rétt Ísraela til að verja sig, en ekki brot á alþjóðalögum. „Ísraelsmenn hafa gengið mjög langt, og of langt, þegar það kemur að gagnaðgerðum og því aðþað sé hægt að koma aðstoð inn á þau svæði,“ segir Þórdís. Völdin hjá Evrópusambandinu Takmörk séu þó fyrir því til hvaða einhliða aðgerða íslensk stjórnvöld geta gripið. „Þegar kemur til að mynda að umræðu um viðskiptaþvinganir, þá er nú bara í fyrsta lagi ekki heimild í íslenskum lögum til þess að leggja einhliða á viðskiptaþvinganir fyrir utan það að þær myndu ekki virka. Evrópusambandslöndin, sem eru aðilar að Evrópusambandinu, hafa framselt vald sitt til að setja á viðskiptaþvinganir. Það er hjá Evrópusambandinu og við höfum tekið undir allar slíkar viðskipaþvinganir og innleitt þær með sjálfstæðum hætti hér og það er hluti af EES samningnum til þess að vera með virkan innri markað. Þannig að við getum ekki myndað eitthvað bandalag með öðrum ríkjum sem eru í Evrópusambandinu vegna þess að þau hafa ekki valdheimildir til þess að leggja á viðskiptaþvinganir hjá sér heldur hafa þau framselt það vald til Evrópusambandsins,“ segir Þórdís.
Palestína Utanríkismál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira