Enn um vanda drengja Ragnar Þór Pétursson skrifar 9. júní 2024 14:01 Á stéttina við skólann minn er máluð risastór sól. Börnin búa stundum til leiki sem hnitast um hana. Einn þeirra er þannig að þau standa í hring í kringum sólina og svo skiptast þau á að fullyrða eitthvað um sjálf sig. Síðan ganga þau inn í sólina og hin fylgja á eftir finnist þeim fullyrðingin líka eiga við um sig. Í hádeginu einn mildan vetrardag urðum við, ég og samstarfskona mín, vitni að slíkum leik. Það voru allt stelpur sem voru að leika, um það bil níu ára gamlar. Sú sem „átti að gera“ hugsaði sig um andartak og sagði svo stundarhátt: „Ég fæ oft kvíða.“ Síðan gekk hún öruggum skrefum inn að miðju sólar. Hinar fylgdu allar á eftir, hver ein og einasta. Á sama tíma voru strákarnir í bekknum uppteknir við annað. Þeir voru hlæjandi að elta bolta úti á battavelli. En hver er vandi drengja í skólum og hvaðan kom hann? Miðað við nýjustu skýrsluna um þessi mál telur stór hópur fólks sem rætt var við að hann kjarnist m.a. í þessum þáttum: Hreyfiþörf drengja er ekki mætt, þeim leiðist námið og þykir það tilgangslaust, agastjórnun skortir gagnvart þeim, þeir tileinka sér ekki tungumálið nægilega vel og foreldrar eru ráðalausir við að leggja skólunum lið því markmið skólastarfs eru of óskýr. Af þessu flýtur að bæta megi stöðu drengja með því að auka hreyfingu í skólastarfi, hafa námið áhugaverðara og leyfa drengjunum að hafa meira um það að segja, það þurfi að setja þeim skýrari mörk og halda að þeim tungumálinu með markvissari hætti, sérstaklega þegar á bjátar. Loks þurfi að sýna foreldrum betur hvernig hægt sé að styðja við nám drengjanna. Skóli með tilgang Fyrstu atriðin eru borðleggjandi. Það er einstaklega mikilvægt að nemendur finni hjá sér tilgang í lífi og námi. Raunar er það klassískasta stef íslenskrar skólasögu. Benedikt Gröndal lýsti því með lifandi hætti hvernig bæjarlíf Reykjavíkur hafði tvö megineinkenni á uppvaxtarárum tilvonandi höfuðborgar; það voru hópar hirðulausra hunda og drengja. Það má færa að því sterk rök að barnaskólinn hafi upphaflega verið settur til höfuðs drengjum sem voru til óþæginda og ama í bæjarlífinu í útgerðarplássunum. Ekki þótti liggja á að koma stelpum í skóla, þær voru hagkerfinu, þá sem oftar, mikilvægar sem ódýrt og hlýðið vinnuafl frá unga aldri. Skólakerfið sem sett var á fót hafði síðan lengst af þann fremsta akademíska tilgang að framleiða embættismenn til að halda hjólum þjóðlífsins gangandi. Kerfið losaði sig við slaka námsmenn eins og hundur hristir af sér flær. Þar til ótrúlega nýlega þótti afskaplega eðlilegt að nemendur sætu ekki tiltakanlega lengi á skólabekk og sneru sér frekar að vinnu. Í dag sjást þessi sömu viðhorf enn mjög greinilega í hópum barna sem eiga foreldra af erlendum uppruna. En jafnvel embættismannaskólarnir voru plagaðir af tilgangsleysi og agaleysi. Það er ekki tilviljun að skólar voru á Bessastöðum og Möðruvöllum. Það var til að einangra nemendurna frá öllum þeim freistingum sem fylgdu þéttbýlinu. Bæði kennarar og nemendur voru í mörgum tilfellum þekkt óhamingjufólk og ofdrykkjumenn. Gröndal þótti lítið til nemendanna fyrir norðan koma þegar hann tók að sér kennslu þeirra. Þeir höfðu engan námslegan metnað, þeim þótti bara fínt að vera „realstúdentar“ – örlítið fínni er sótsvartur almúginn. Það hefur alla tíð verið áskorun að skapa skóla sem snýst í raun um aðalatriðin. Að vera staður þar sem nemendur upplifa tilgang og vilja til að læra og skilja. Ég fagna öllum áminningum um það. Þar á meðal téðri skýrslu um stöðu drengja. Meiri hreyfingu Þetta með hreyfinguna er síðan auðvitað alveg rétt. Líka klassískt stef sem nær að minnsta kosti aftur til Spörtu í Grikklandi. Þegar John F. Kennedy var forseti Bandaríkjanna trúði hann statt og stöðugt á ungmennafélagsslagorðið um heilbrigða sál í hraustum líkama. Hann var mikill aðdáandi þess sem kallað var La Sierra prógrammið sem snerist um að skapa afburða hrausta námsmenn sem litu út eins og grískir guðir og gerðu æfingar sem keppnisfimleikamenn gátu verið stoltir af. Nemendur (allt piltar) æfðu berir að ofan í mislitum brókum sem gáfu til kynna stigveldi í líkamsburðum. Heilbrigðisdýrkunin risti djúpt á þessum tíma sem sést til dæmis á því hve bandarískir forsetar gengu langt til að leyna öllum líkamlegum vanda. Roosevelt var lamaður en lét helst aldrei mynda sig öðruvísi en standandi í földum spelkum og sjálfur Kennedy var nánast algerlega óvinnufær vegna margvíslegra veikinda sem hann faldi með því að ganga í magabelti og liggja í ljósum til þess að hylja veiklulegt litarhaft sitt. Það segir sig næstum því sjálft að það er eitthvað mjög óeðlilegt við það að sex ára börn eigi skyndilega að sitja næstum allan daginn við borð með blað og blýant. Þau þurfa að hreyfa sig. En þau þurfa meira en það. Börn þurfa líka að leika sér, skapa eitthvað og upp á síðkastið verður æ ljósara að börn þurfa sterkari tengsl við náttúruna. Náttúrufælni er á hraðri uppleið þar sem ungt fólk upplifir skordýr, óhreinindi og stingandi strá sem eitthvað framandi og ógeðfellt. Kannski er mikilvægast af þessu öllu að börn leiki sér í frjálsum leik. Þar erum við svo heppin að eiga heilt skólastig sem miðar við að eðlilegur þroski og nám barna náist með leiknum. Umbótasinnar þurfa þar að fara varlega því oft örlar á því sjónarmiði að færa þurfi lestrarnámið með markvissum hætti niður í leikskóla og gera hann líkari grunnskólanum. Það væru stór mistök. Meiri aga Þegar farið er að ræða um agann vandast málið. Það sem knýr umræðuna um vanda drengja í skólum er yfirleitt slakur árangur á Pisa-prófunum. Á þeim hafa drengir mælst slakari en stúlkur á mörgum þáttum. Auk þess kom fram að íslenskir nemendur upplifa truflun í tímum, sem hlýtur að koma fram í verra námi. Auðvitað þarf að vera til staðar agi. Þar skiptir innri agi mestu. Að nemendur læri að setja sjálfum sér mörk og koma fram við aðra af virðingu. Það er nátengt tilgangshvötinni og jákvæðri námsmenningu (sem oft á lítið skylt við harðan ytri aga). Vandinn við þá kenningu að aukinn agi bæti stöðuna í Pisa er sú þversögn að drengir (sem standa sig verr) upplifa minni truflun og agaleysi en stúlkur (sem upplifa meiri truflun og agaleysi). Sá munur er marktækur og mældur í tengslum við Pisa prófin. Það er því augljóslega ekki um einfalt orsakasamhengi þar að ræða. Foreldrar þurfa skýrari línur Þá vil ég gera að umtalsefni þá hugmynd að námsmarkmið séu of loftkennd og að með nýju námsmati viti foreldrar ekki lengur hvernig eigi að hjálpa börnum sínum að læra. Setja þurfi upp einföld, skýr og mælanleg markmið með námi til að foreldrar geti orðið að liði við að bæta stöðu drengja. Allt kann þetta að vera rétt upp að vissu marki. Þetta er hinsvegar ekki einfalt. Það þarf að fara varlega þegar skólastarf er smættað niður í einföld, mælanleg markmið. Við getum endað eins Heimski-Hans, sem ævinlega gerði það sem honum var sagt að gera – en gerði samt aldrei það sem þurfti að gera. Vandi drengja í skólakerfinu er að vissu leyti smættanlegur í eina staðreynd. Íslenskt les- og ritmál verður ekki sjálfbært nógu snemma til þess að þeir geti beitt því af nægu öryggi í prófum sem byggja á því. Þeir verða ekki nógu læsir, nógu snemma. Hér má hafa í huga að til eru erlendar rannsóknir sem benda til þess að tíu árum eftir Pisa hafi kynjamunur á þessu sviðið næstum þurrkast út og því geti verið um það að ræða að strákar séu einfaldlega seinni til. Sleppum því þó í bili. Staðreyndin er sú að lestrarnám drengja á Íslandi er óskilvirkt. Punktur. En ekkert svið náms er markað skýrari vörðum en nákvæmlega lestrarnámið. Foreldrum er uppásett að fylgja skýrum tilmælum sem gerir þeim að láta barnið lesa heima hátt í 200 sinnum á hverjum skólavetri auk þess sem foreldrið fær afhent tvisvar á ári nákvæmt yfirlit yfir það hvernig námið sækist. Þegar nemandi skilar sér í Pisa-prófið hefur foreldrið (hafi það fylgt einföldum reglum) látið barnið lesa nærri 1500 sinnum og fengið 16 skýrslur um stöðu barnsins. Heimalesturinn og lesferillinn er greinilega ekki að virka. Þar með er verulega hæpið að halda því fram að málið verði leyst með því að fjölga einfaldlega sambærilegum verkfærum. Og foreldrar geta ekki falið sig á bak við það að „á góðri leið“ sé svo miklu flóknara en einkunninn 7,5 að þeir skilji hvorki upp né niður. Það hefur einfaldlega orðið erfiðara að flytja íslenskt tal- og ritmál á milli kynslóða. Ástæðurnar eru ekki einfaldar en bæði kennarar og foreldrar vita að málið er flóknara en svo að það verði leyst með því að gera bara meira af því sem við höfum verið að gera hingað til. Snemmtæk íhlutun Loks er ástæða til að ræða snemmtæka íhlutun. Við erum að mæla þennan vanda snemma. Margir skólastjórar hafa tekið eftir því að sex ára börn sem hefja nám í haust virðast hafa minni málþroska en börn höfðu áður. Ástæðan er örugglega flókin og tengist örugglega bæði minnkandi fjölskyldum (við lærðum flest málið af notkun þess í systkinahópum) og breyttum lífsstíl (foreldrar sem eru stöðugt með nefið ofan í símum tala minna við börnin sín). Með því að gera inngrip snemma er hægt að hafa heilmikil áhrif en þá þarf að muna að við erum nýbúin að slátra einu stoðkerfi (sem ekki virkaði) til að byggja upp annað (sem ekki er farið að virka). Einkenni fyrra kerfisins voru ógnarlangir biðlistar. Það er engin ástæða til að ætla annað en að svo verði með nýja kerfið líka. Þótt það sé byggt upp á hugmyndafræði þrepaskipts stuðnings þá segir það sig sjálft að þegar vandi nemenda eykst í stað þess að minnka m.a. vegna samfélagslegra áskorana þá verður meira álag á úrræðum og bið eftir hjálp lengist. Að lokum Þau, sem fylgst hafa með, þekkja allt ofangreint. Við höfum rætt þetta allt ótal sinnum áður. Það er næstum eins og við séum að uppgötva sömu hlutina á fimm ára fresti. Ég veit að sumir stjórnmálamenn bíða þess í ofvæni að gera skólamál að kosningamáli og vilja senda frá sér þá strauma að loks sé komið fram fólkið sem hefur dug í sér til að „gera eitthvað í málunum“. Þá minni ég á að við gengum í gegnum námkvæmlega það fyrir áratug eða svo. Þá tók pólitíkin í taumana og lofaði okkur uppskeru. Nú er uppskera þess komin í hús. Það sem laga átti er í frjálsu falli. Því þótt lausnin sé flókin er ekki flókið að gera illt verra. Það er einfaldlega nóg að þykjast hafa lausnir sem maður hefur ekki og þvinga þær fram. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Ragnar Þór Pétursson Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á stéttina við skólann minn er máluð risastór sól. Börnin búa stundum til leiki sem hnitast um hana. Einn þeirra er þannig að þau standa í hring í kringum sólina og svo skiptast þau á að fullyrða eitthvað um sjálf sig. Síðan ganga þau inn í sólina og hin fylgja á eftir finnist þeim fullyrðingin líka eiga við um sig. Í hádeginu einn mildan vetrardag urðum við, ég og samstarfskona mín, vitni að slíkum leik. Það voru allt stelpur sem voru að leika, um það bil níu ára gamlar. Sú sem „átti að gera“ hugsaði sig um andartak og sagði svo stundarhátt: „Ég fæ oft kvíða.“ Síðan gekk hún öruggum skrefum inn að miðju sólar. Hinar fylgdu allar á eftir, hver ein og einasta. Á sama tíma voru strákarnir í bekknum uppteknir við annað. Þeir voru hlæjandi að elta bolta úti á battavelli. En hver er vandi drengja í skólum og hvaðan kom hann? Miðað við nýjustu skýrsluna um þessi mál telur stór hópur fólks sem rætt var við að hann kjarnist m.a. í þessum þáttum: Hreyfiþörf drengja er ekki mætt, þeim leiðist námið og þykir það tilgangslaust, agastjórnun skortir gagnvart þeim, þeir tileinka sér ekki tungumálið nægilega vel og foreldrar eru ráðalausir við að leggja skólunum lið því markmið skólastarfs eru of óskýr. Af þessu flýtur að bæta megi stöðu drengja með því að auka hreyfingu í skólastarfi, hafa námið áhugaverðara og leyfa drengjunum að hafa meira um það að segja, það þurfi að setja þeim skýrari mörk og halda að þeim tungumálinu með markvissari hætti, sérstaklega þegar á bjátar. Loks þurfi að sýna foreldrum betur hvernig hægt sé að styðja við nám drengjanna. Skóli með tilgang Fyrstu atriðin eru borðleggjandi. Það er einstaklega mikilvægt að nemendur finni hjá sér tilgang í lífi og námi. Raunar er það klassískasta stef íslenskrar skólasögu. Benedikt Gröndal lýsti því með lifandi hætti hvernig bæjarlíf Reykjavíkur hafði tvö megineinkenni á uppvaxtarárum tilvonandi höfuðborgar; það voru hópar hirðulausra hunda og drengja. Það má færa að því sterk rök að barnaskólinn hafi upphaflega verið settur til höfuðs drengjum sem voru til óþæginda og ama í bæjarlífinu í útgerðarplássunum. Ekki þótti liggja á að koma stelpum í skóla, þær voru hagkerfinu, þá sem oftar, mikilvægar sem ódýrt og hlýðið vinnuafl frá unga aldri. Skólakerfið sem sett var á fót hafði síðan lengst af þann fremsta akademíska tilgang að framleiða embættismenn til að halda hjólum þjóðlífsins gangandi. Kerfið losaði sig við slaka námsmenn eins og hundur hristir af sér flær. Þar til ótrúlega nýlega þótti afskaplega eðlilegt að nemendur sætu ekki tiltakanlega lengi á skólabekk og sneru sér frekar að vinnu. Í dag sjást þessi sömu viðhorf enn mjög greinilega í hópum barna sem eiga foreldra af erlendum uppruna. En jafnvel embættismannaskólarnir voru plagaðir af tilgangsleysi og agaleysi. Það er ekki tilviljun að skólar voru á Bessastöðum og Möðruvöllum. Það var til að einangra nemendurna frá öllum þeim freistingum sem fylgdu þéttbýlinu. Bæði kennarar og nemendur voru í mörgum tilfellum þekkt óhamingjufólk og ofdrykkjumenn. Gröndal þótti lítið til nemendanna fyrir norðan koma þegar hann tók að sér kennslu þeirra. Þeir höfðu engan námslegan metnað, þeim þótti bara fínt að vera „realstúdentar“ – örlítið fínni er sótsvartur almúginn. Það hefur alla tíð verið áskorun að skapa skóla sem snýst í raun um aðalatriðin. Að vera staður þar sem nemendur upplifa tilgang og vilja til að læra og skilja. Ég fagna öllum áminningum um það. Þar á meðal téðri skýrslu um stöðu drengja. Meiri hreyfingu Þetta með hreyfinguna er síðan auðvitað alveg rétt. Líka klassískt stef sem nær að minnsta kosti aftur til Spörtu í Grikklandi. Þegar John F. Kennedy var forseti Bandaríkjanna trúði hann statt og stöðugt á ungmennafélagsslagorðið um heilbrigða sál í hraustum líkama. Hann var mikill aðdáandi þess sem kallað var La Sierra prógrammið sem snerist um að skapa afburða hrausta námsmenn sem litu út eins og grískir guðir og gerðu æfingar sem keppnisfimleikamenn gátu verið stoltir af. Nemendur (allt piltar) æfðu berir að ofan í mislitum brókum sem gáfu til kynna stigveldi í líkamsburðum. Heilbrigðisdýrkunin risti djúpt á þessum tíma sem sést til dæmis á því hve bandarískir forsetar gengu langt til að leyna öllum líkamlegum vanda. Roosevelt var lamaður en lét helst aldrei mynda sig öðruvísi en standandi í földum spelkum og sjálfur Kennedy var nánast algerlega óvinnufær vegna margvíslegra veikinda sem hann faldi með því að ganga í magabelti og liggja í ljósum til þess að hylja veiklulegt litarhaft sitt. Það segir sig næstum því sjálft að það er eitthvað mjög óeðlilegt við það að sex ára börn eigi skyndilega að sitja næstum allan daginn við borð með blað og blýant. Þau þurfa að hreyfa sig. En þau þurfa meira en það. Börn þurfa líka að leika sér, skapa eitthvað og upp á síðkastið verður æ ljósara að börn þurfa sterkari tengsl við náttúruna. Náttúrufælni er á hraðri uppleið þar sem ungt fólk upplifir skordýr, óhreinindi og stingandi strá sem eitthvað framandi og ógeðfellt. Kannski er mikilvægast af þessu öllu að börn leiki sér í frjálsum leik. Þar erum við svo heppin að eiga heilt skólastig sem miðar við að eðlilegur þroski og nám barna náist með leiknum. Umbótasinnar þurfa þar að fara varlega því oft örlar á því sjónarmiði að færa þurfi lestrarnámið með markvissum hætti niður í leikskóla og gera hann líkari grunnskólanum. Það væru stór mistök. Meiri aga Þegar farið er að ræða um agann vandast málið. Það sem knýr umræðuna um vanda drengja í skólum er yfirleitt slakur árangur á Pisa-prófunum. Á þeim hafa drengir mælst slakari en stúlkur á mörgum þáttum. Auk þess kom fram að íslenskir nemendur upplifa truflun í tímum, sem hlýtur að koma fram í verra námi. Auðvitað þarf að vera til staðar agi. Þar skiptir innri agi mestu. Að nemendur læri að setja sjálfum sér mörk og koma fram við aðra af virðingu. Það er nátengt tilgangshvötinni og jákvæðri námsmenningu (sem oft á lítið skylt við harðan ytri aga). Vandinn við þá kenningu að aukinn agi bæti stöðuna í Pisa er sú þversögn að drengir (sem standa sig verr) upplifa minni truflun og agaleysi en stúlkur (sem upplifa meiri truflun og agaleysi). Sá munur er marktækur og mældur í tengslum við Pisa prófin. Það er því augljóslega ekki um einfalt orsakasamhengi þar að ræða. Foreldrar þurfa skýrari línur Þá vil ég gera að umtalsefni þá hugmynd að námsmarkmið séu of loftkennd og að með nýju námsmati viti foreldrar ekki lengur hvernig eigi að hjálpa börnum sínum að læra. Setja þurfi upp einföld, skýr og mælanleg markmið með námi til að foreldrar geti orðið að liði við að bæta stöðu drengja. Allt kann þetta að vera rétt upp að vissu marki. Þetta er hinsvegar ekki einfalt. Það þarf að fara varlega þegar skólastarf er smættað niður í einföld, mælanleg markmið. Við getum endað eins Heimski-Hans, sem ævinlega gerði það sem honum var sagt að gera – en gerði samt aldrei það sem þurfti að gera. Vandi drengja í skólakerfinu er að vissu leyti smættanlegur í eina staðreynd. Íslenskt les- og ritmál verður ekki sjálfbært nógu snemma til þess að þeir geti beitt því af nægu öryggi í prófum sem byggja á því. Þeir verða ekki nógu læsir, nógu snemma. Hér má hafa í huga að til eru erlendar rannsóknir sem benda til þess að tíu árum eftir Pisa hafi kynjamunur á þessu sviðið næstum þurrkast út og því geti verið um það að ræða að strákar séu einfaldlega seinni til. Sleppum því þó í bili. Staðreyndin er sú að lestrarnám drengja á Íslandi er óskilvirkt. Punktur. En ekkert svið náms er markað skýrari vörðum en nákvæmlega lestrarnámið. Foreldrum er uppásett að fylgja skýrum tilmælum sem gerir þeim að láta barnið lesa heima hátt í 200 sinnum á hverjum skólavetri auk þess sem foreldrið fær afhent tvisvar á ári nákvæmt yfirlit yfir það hvernig námið sækist. Þegar nemandi skilar sér í Pisa-prófið hefur foreldrið (hafi það fylgt einföldum reglum) látið barnið lesa nærri 1500 sinnum og fengið 16 skýrslur um stöðu barnsins. Heimalesturinn og lesferillinn er greinilega ekki að virka. Þar með er verulega hæpið að halda því fram að málið verði leyst með því að fjölga einfaldlega sambærilegum verkfærum. Og foreldrar geta ekki falið sig á bak við það að „á góðri leið“ sé svo miklu flóknara en einkunninn 7,5 að þeir skilji hvorki upp né niður. Það hefur einfaldlega orðið erfiðara að flytja íslenskt tal- og ritmál á milli kynslóða. Ástæðurnar eru ekki einfaldar en bæði kennarar og foreldrar vita að málið er flóknara en svo að það verði leyst með því að gera bara meira af því sem við höfum verið að gera hingað til. Snemmtæk íhlutun Loks er ástæða til að ræða snemmtæka íhlutun. Við erum að mæla þennan vanda snemma. Margir skólastjórar hafa tekið eftir því að sex ára börn sem hefja nám í haust virðast hafa minni málþroska en börn höfðu áður. Ástæðan er örugglega flókin og tengist örugglega bæði minnkandi fjölskyldum (við lærðum flest málið af notkun þess í systkinahópum) og breyttum lífsstíl (foreldrar sem eru stöðugt með nefið ofan í símum tala minna við börnin sín). Með því að gera inngrip snemma er hægt að hafa heilmikil áhrif en þá þarf að muna að við erum nýbúin að slátra einu stoðkerfi (sem ekki virkaði) til að byggja upp annað (sem ekki er farið að virka). Einkenni fyrra kerfisins voru ógnarlangir biðlistar. Það er engin ástæða til að ætla annað en að svo verði með nýja kerfið líka. Þótt það sé byggt upp á hugmyndafræði þrepaskipts stuðnings þá segir það sig sjálft að þegar vandi nemenda eykst í stað þess að minnka m.a. vegna samfélagslegra áskorana þá verður meira álag á úrræðum og bið eftir hjálp lengist. Að lokum Þau, sem fylgst hafa með, þekkja allt ofangreint. Við höfum rætt þetta allt ótal sinnum áður. Það er næstum eins og við séum að uppgötva sömu hlutina á fimm ára fresti. Ég veit að sumir stjórnmálamenn bíða þess í ofvæni að gera skólamál að kosningamáli og vilja senda frá sér þá strauma að loks sé komið fram fólkið sem hefur dug í sér til að „gera eitthvað í málunum“. Þá minni ég á að við gengum í gegnum námkvæmlega það fyrir áratug eða svo. Þá tók pólitíkin í taumana og lofaði okkur uppskeru. Nú er uppskera þess komin í hús. Það sem laga átti er í frjálsu falli. Því þótt lausnin sé flókin er ekki flókið að gera illt verra. Það er einfaldlega nóg að þykjast hafa lausnir sem maður hefur ekki og þvinga þær fram. Höfundur er kennari.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar