„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“ Kári Mímisson skrifar 9. júní 2024 21:53 Arnar Grétarsson var ánægður með að vera kominn áfram. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur. „Ég er auðvitað bara fyrst og fremst ánægður að vera kominn í undanúrslit. Þetta gerist auðvitað ekki mikið dramatískara en þetta, þetta var alveg ekta erfiður bikarleikur. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt í dag en ég var þó að vonast til þess að sleppa þessari vítaspyrnukeppni enda fannst mér við vera búnir að gera nóg heilt yfir. Okkur tókst að skapa nóg af færum til að klára þennan leik og mörkin þeirra eru svona í ódýrari kantinum. Engu að síður það er ástæða fyrir því að þeir erum komnir svona langt og heilt yfir er ég bara ánægður með okkur í dag. Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina og þetta var klárlega sú leið sem við fórum í dag.“ Hversu mikill tilfinningarússíbani er það að fá á sig þetta mark á lokamínútuleiksins og svo bara tíu mínútum seinna er allt orðið gott aftur eftir vítaspyrnukeppnina? „Það er auðvitað ekki góð tilfinning að fá á sig þetta mark þegar það eru komnar 119 mínútur á klukkuna og svo skilst mér að Frederik hafi ætlað að grípa boltann en hann skoppaði eitthvað furðulega og fyrir hann þarna í lokin. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en það fyrsta sem maður hugsaði var bara að nú þurfum við að taka þá í vító og reyna að koma með jákvæðar hugsanir. Það þýðir ekki að vera með einhverja neikvæði á þessum tímapunkti því ekki getur maður breytt þessu, þeir voru bara búnir að jafna. Við erum sem betur fer með Frederik í markinu og hann er alveg ágætur í vítum.“ Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson var mættur aftur í hóp hjá Val í dag en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla í baki. Arnar sagði að hann væri allur að koma til og núna væri það spurningin hvernig hann yrði eftir þennan leik. „Við ætluðum ekki að láta hann spila svona mikið en staðan er góð á honum eins og þið sáuð í dag. Hann er búinn að vera að æfa með okkur núna og það hefur gengið vel og án þess að fá nokkurt bakslag þannig að hann er á réttri leið. Núna fáum við nokkra daga í frí og svo eigum við Víkinga eftir níu daga og vonandi hefur hann komist vel í gegnum þennan leik í dag þar sem hann spilar hátt í hálfleik. Við sjáum auðvitað hvað hann getur og það á erfiðum velli. Mér fannst hann standa sig vel og hann var auðvitað ekki langt frá því að skora í dag.“ Valur er enn með í öllum sínum keppnum og það virðist vera að koma ágætis bragur á þetta sterka lið. Spurður út hvað þurfi að gerast til þess að Valur nái að vinna tvöfalt í ár og fagna góðu gengi í Evrópu segist Arnar vera rólegur enn sem komið er og taki bara einn leik í einu. „Það þarf auðvitað allt að falla með okkur til að það takist. Við erum bara sultu slakir. Víkingur hefur verið liðið sem allir eru að elta og eru alveg ógeðslega flottir. Við eigum leik við þá næst og það væri auðvitað kærkomið að sækja þrjú stig gegn þeim og minnka muninn niður í eitt stig. Þeir fara aftur á móti afslappaðir inn í þann leik og vilja bara ekki tapa honum og ef þeir vinna komast þeir í sjö stiga forystu á okkur. Þannig að það er smá pressa á okkur, sem við setjum bara sjálfir á okkur en við erum ekki farnir að hugsa neitt lengra en bara næsti leikur. Núna erum við komnir í undanúrslit og áhugavert að sjá hverja við fáum þar. Evrópukeppni fer svo að hefjast fljótlega og vonandi fáum við einhvern drauma andstæðing þar því við getum lent á móti mjög erfiðum andstæðingi. Vonandi tekst okkur að fara allavegana einni umferð lengra, jafnvel tvær. Það væri alveg geggjað.“ Mjólkurbikar karla Valur Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
„Ég er auðvitað bara fyrst og fremst ánægður að vera kominn í undanúrslit. Þetta gerist auðvitað ekki mikið dramatískara en þetta, þetta var alveg ekta erfiður bikarleikur. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt í dag en ég var þó að vonast til þess að sleppa þessari vítaspyrnukeppni enda fannst mér við vera búnir að gera nóg heilt yfir. Okkur tókst að skapa nóg af færum til að klára þennan leik og mörkin þeirra eru svona í ódýrari kantinum. Engu að síður það er ástæða fyrir því að þeir erum komnir svona langt og heilt yfir er ég bara ánægður með okkur í dag. Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina og þetta var klárlega sú leið sem við fórum í dag.“ Hversu mikill tilfinningarússíbani er það að fá á sig þetta mark á lokamínútuleiksins og svo bara tíu mínútum seinna er allt orðið gott aftur eftir vítaspyrnukeppnina? „Það er auðvitað ekki góð tilfinning að fá á sig þetta mark þegar það eru komnar 119 mínútur á klukkuna og svo skilst mér að Frederik hafi ætlað að grípa boltann en hann skoppaði eitthvað furðulega og fyrir hann þarna í lokin. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en það fyrsta sem maður hugsaði var bara að nú þurfum við að taka þá í vító og reyna að koma með jákvæðar hugsanir. Það þýðir ekki að vera með einhverja neikvæði á þessum tímapunkti því ekki getur maður breytt þessu, þeir voru bara búnir að jafna. Við erum sem betur fer með Frederik í markinu og hann er alveg ágætur í vítum.“ Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson var mættur aftur í hóp hjá Val í dag en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla í baki. Arnar sagði að hann væri allur að koma til og núna væri það spurningin hvernig hann yrði eftir þennan leik. „Við ætluðum ekki að láta hann spila svona mikið en staðan er góð á honum eins og þið sáuð í dag. Hann er búinn að vera að æfa með okkur núna og það hefur gengið vel og án þess að fá nokkurt bakslag þannig að hann er á réttri leið. Núna fáum við nokkra daga í frí og svo eigum við Víkinga eftir níu daga og vonandi hefur hann komist vel í gegnum þennan leik í dag þar sem hann spilar hátt í hálfleik. Við sjáum auðvitað hvað hann getur og það á erfiðum velli. Mér fannst hann standa sig vel og hann var auðvitað ekki langt frá því að skora í dag.“ Valur er enn með í öllum sínum keppnum og það virðist vera að koma ágætis bragur á þetta sterka lið. Spurður út hvað þurfi að gerast til þess að Valur nái að vinna tvöfalt í ár og fagna góðu gengi í Evrópu segist Arnar vera rólegur enn sem komið er og taki bara einn leik í einu. „Það þarf auðvitað allt að falla með okkur til að það takist. Við erum bara sultu slakir. Víkingur hefur verið liðið sem allir eru að elta og eru alveg ógeðslega flottir. Við eigum leik við þá næst og það væri auðvitað kærkomið að sækja þrjú stig gegn þeim og minnka muninn niður í eitt stig. Þeir fara aftur á móti afslappaðir inn í þann leik og vilja bara ekki tapa honum og ef þeir vinna komast þeir í sjö stiga forystu á okkur. Þannig að það er smá pressa á okkur, sem við setjum bara sjálfir á okkur en við erum ekki farnir að hugsa neitt lengra en bara næsti leikur. Núna erum við komnir í undanúrslit og áhugavert að sjá hverja við fáum þar. Evrópukeppni fer svo að hefjast fljótlega og vonandi fáum við einhvern drauma andstæðing þar því við getum lent á móti mjög erfiðum andstæðingi. Vonandi tekst okkur að fara allavegana einni umferð lengra, jafnvel tvær. Það væri alveg geggjað.“
Mjólkurbikar karla Valur Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira