„Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina“ Kári Mímisson skrifar 9. júní 2024 21:53 Arnar Grétarsson var ánægður með að vera kominn áfram. Vísir/Diego Það var létt yfir Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, þegar hann mætti í viðtal strax eftir að liðinu tókst að tryggja sig inn í undanúrslit Mjólkurbikars karla nú í dag. Arnar sagði að leikirnir gerðust ekki dramatískari en leikurinn í dag. Liðið var með pálmann í höndum sér en Keflvíkingum tókst að jafna á lokamínútu leiksins og koma sér í vítaspyrnukeppni þar sem Valsmenn höfðu betur. „Ég er auðvitað bara fyrst og fremst ánægður að vera kominn í undanúrslit. Þetta gerist auðvitað ekki mikið dramatískara en þetta, þetta var alveg ekta erfiður bikarleikur. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt í dag en ég var þó að vonast til þess að sleppa þessari vítaspyrnukeppni enda fannst mér við vera búnir að gera nóg heilt yfir. Okkur tókst að skapa nóg af færum til að klára þennan leik og mörkin þeirra eru svona í ódýrari kantinum. Engu að síður það er ástæða fyrir því að þeir erum komnir svona langt og heilt yfir er ég bara ánægður með okkur í dag. Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina og þetta var klárlega sú leið sem við fórum í dag.“ Hversu mikill tilfinningarússíbani er það að fá á sig þetta mark á lokamínútuleiksins og svo bara tíu mínútum seinna er allt orðið gott aftur eftir vítaspyrnukeppnina? „Það er auðvitað ekki góð tilfinning að fá á sig þetta mark þegar það eru komnar 119 mínútur á klukkuna og svo skilst mér að Frederik hafi ætlað að grípa boltann en hann skoppaði eitthvað furðulega og fyrir hann þarna í lokin. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en það fyrsta sem maður hugsaði var bara að nú þurfum við að taka þá í vító og reyna að koma með jákvæðar hugsanir. Það þýðir ekki að vera með einhverja neikvæði á þessum tímapunkti því ekki getur maður breytt þessu, þeir voru bara búnir að jafna. Við erum sem betur fer með Frederik í markinu og hann er alveg ágætur í vítum.“ Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson var mættur aftur í hóp hjá Val í dag en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla í baki. Arnar sagði að hann væri allur að koma til og núna væri það spurningin hvernig hann yrði eftir þennan leik. „Við ætluðum ekki að láta hann spila svona mikið en staðan er góð á honum eins og þið sáuð í dag. Hann er búinn að vera að æfa með okkur núna og það hefur gengið vel og án þess að fá nokkurt bakslag þannig að hann er á réttri leið. Núna fáum við nokkra daga í frí og svo eigum við Víkinga eftir níu daga og vonandi hefur hann komist vel í gegnum þennan leik í dag þar sem hann spilar hátt í hálfleik. Við sjáum auðvitað hvað hann getur og það á erfiðum velli. Mér fannst hann standa sig vel og hann var auðvitað ekki langt frá því að skora í dag.“ Valur er enn með í öllum sínum keppnum og það virðist vera að koma ágætis bragur á þetta sterka lið. Spurður út hvað þurfi að gerast til þess að Valur nái að vinna tvöfalt í ár og fagna góðu gengi í Evrópu segist Arnar vera rólegur enn sem komið er og taki bara einn leik í einu. „Það þarf auðvitað allt að falla með okkur til að það takist. Við erum bara sultu slakir. Víkingur hefur verið liðið sem allir eru að elta og eru alveg ógeðslega flottir. Við eigum leik við þá næst og það væri auðvitað kærkomið að sækja þrjú stig gegn þeim og minnka muninn niður í eitt stig. Þeir fara aftur á móti afslappaðir inn í þann leik og vilja bara ekki tapa honum og ef þeir vinna komast þeir í sjö stiga forystu á okkur. Þannig að það er smá pressa á okkur, sem við setjum bara sjálfir á okkur en við erum ekki farnir að hugsa neitt lengra en bara næsti leikur. Núna erum við komnir í undanúrslit og áhugavert að sjá hverja við fáum þar. Evrópukeppni fer svo að hefjast fljótlega og vonandi fáum við einhvern drauma andstæðing þar því við getum lent á móti mjög erfiðum andstæðingi. Vonandi tekst okkur að fara allavegana einni umferð lengra, jafnvel tvær. Það væri alveg geggjað.“ Mjólkurbikar karla Valur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
„Ég er auðvitað bara fyrst og fremst ánægður að vera kominn í undanúrslit. Þetta gerist auðvitað ekki mikið dramatískara en þetta, þetta var alveg ekta erfiður bikarleikur. Við töluðum um það fyrir leikinn að þetta yrði erfitt í dag en ég var þó að vonast til þess að sleppa þessari vítaspyrnukeppni enda fannst mér við vera búnir að gera nóg heilt yfir. Okkur tókst að skapa nóg af færum til að klára þennan leik og mörkin þeirra eru svona í ódýrari kantinum. Engu að síður það er ástæða fyrir því að þeir erum komnir svona langt og heilt yfir er ég bara ánægður með okkur í dag. Stundum þarftu að fara Krýsuvíkurleiðina og þetta var klárlega sú leið sem við fórum í dag.“ Hversu mikill tilfinningarússíbani er það að fá á sig þetta mark á lokamínútuleiksins og svo bara tíu mínútum seinna er allt orðið gott aftur eftir vítaspyrnukeppnina? „Það er auðvitað ekki góð tilfinning að fá á sig þetta mark þegar það eru komnar 119 mínútur á klukkuna og svo skilst mér að Frederik hafi ætlað að grípa boltann en hann skoppaði eitthvað furðulega og fyrir hann þarna í lokin. Auðvitað er það ekki góð tilfinning en það fyrsta sem maður hugsaði var bara að nú þurfum við að taka þá í vító og reyna að koma með jákvæðar hugsanir. Það þýðir ekki að vera með einhverja neikvæði á þessum tímapunkti því ekki getur maður breytt þessu, þeir voru bara búnir að jafna. Við erum sem betur fer með Frederik í markinu og hann er alveg ágætur í vítum.“ Uppgjör: Keflavík - Valur 3-3 | Valur í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Gylfi Þór Sigurðsson var mættur aftur í hóp hjá Val í dag en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla í baki. Arnar sagði að hann væri allur að koma til og núna væri það spurningin hvernig hann yrði eftir þennan leik. „Við ætluðum ekki að láta hann spila svona mikið en staðan er góð á honum eins og þið sáuð í dag. Hann er búinn að vera að æfa með okkur núna og það hefur gengið vel og án þess að fá nokkurt bakslag þannig að hann er á réttri leið. Núna fáum við nokkra daga í frí og svo eigum við Víkinga eftir níu daga og vonandi hefur hann komist vel í gegnum þennan leik í dag þar sem hann spilar hátt í hálfleik. Við sjáum auðvitað hvað hann getur og það á erfiðum velli. Mér fannst hann standa sig vel og hann var auðvitað ekki langt frá því að skora í dag.“ Valur er enn með í öllum sínum keppnum og það virðist vera að koma ágætis bragur á þetta sterka lið. Spurður út hvað þurfi að gerast til þess að Valur nái að vinna tvöfalt í ár og fagna góðu gengi í Evrópu segist Arnar vera rólegur enn sem komið er og taki bara einn leik í einu. „Það þarf auðvitað allt að falla með okkur til að það takist. Við erum bara sultu slakir. Víkingur hefur verið liðið sem allir eru að elta og eru alveg ógeðslega flottir. Við eigum leik við þá næst og það væri auðvitað kærkomið að sækja þrjú stig gegn þeim og minnka muninn niður í eitt stig. Þeir fara aftur á móti afslappaðir inn í þann leik og vilja bara ekki tapa honum og ef þeir vinna komast þeir í sjö stiga forystu á okkur. Þannig að það er smá pressa á okkur, sem við setjum bara sjálfir á okkur en við erum ekki farnir að hugsa neitt lengra en bara næsti leikur. Núna erum við komnir í undanúrslit og áhugavert að sjá hverja við fáum þar. Evrópukeppni fer svo að hefjast fljótlega og vonandi fáum við einhvern drauma andstæðing þar því við getum lent á móti mjög erfiðum andstæðingi. Vonandi tekst okkur að fara allavegana einni umferð lengra, jafnvel tvær. Það væri alveg geggjað.“
Mjólkurbikar karla Valur Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti