Will Still vill stilla áfram upp í Frakklandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júní 2024 18:00 Will Still er yngsti þjálfarinn í fimm fræknustu deildum Evrópu, fæddur í október 1992 og því aðeins 31 árs ennþá. Jean Catuffe/Getty Images Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi. Will vakti mikla athygli þegar hann tók við hjá Reims í október 2022. Fyrst var staðan aðeins tímabundin en svo gerð varanleg eftir að Will náði góðum árangri með liðið. Það óvenjulega var að hann hafði ekki lokið UEFA Pro þjálfaragráðunni og hafði þangað til aðeins starfað sem aðalþjálfari í sýndarheimi tölvuleiksins Football Manager. Hann hafði verið myndbandsgreinandi og aðstoðarþjálfari í heimalandinu, Belgíu, en ekki lokið æðstu gráðunni og Reims var sektað fyrir hvern leik sem hann stýrði. Félagið tók sektina á sig því stigin skiluðu sér og liðið fór taplaust í gegnum fyrstu sautján deildarleikina undir hans stjórn. Það gekk ekki eins vel á þessu tímabili og þann 2. maí, rétt áður en tímabilinu í frönsku úrvalsdeildinni lauk, var Will látinn fara frá Reims. Hann tekur nú við störfum hjá RC Lens sem Franck Haise hefur stýrt undanfarin fjögur ár. Franck yfirgaf félagið fyrir stuttu og tók við hjá Nice. Sunderland og Norwich eru sögð hafa sýnt Will mikinn áhuga en hann vildi vera áfram í Frakklandi og gerði þriggja ára samning við RC Lens. Franski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira
Will vakti mikla athygli þegar hann tók við hjá Reims í október 2022. Fyrst var staðan aðeins tímabundin en svo gerð varanleg eftir að Will náði góðum árangri með liðið. Það óvenjulega var að hann hafði ekki lokið UEFA Pro þjálfaragráðunni og hafði þangað til aðeins starfað sem aðalþjálfari í sýndarheimi tölvuleiksins Football Manager. Hann hafði verið myndbandsgreinandi og aðstoðarþjálfari í heimalandinu, Belgíu, en ekki lokið æðstu gráðunni og Reims var sektað fyrir hvern leik sem hann stýrði. Félagið tók sektina á sig því stigin skiluðu sér og liðið fór taplaust í gegnum fyrstu sautján deildarleikina undir hans stjórn. Það gekk ekki eins vel á þessu tímabili og þann 2. maí, rétt áður en tímabilinu í frönsku úrvalsdeildinni lauk, var Will látinn fara frá Reims. Hann tekur nú við störfum hjá RC Lens sem Franck Haise hefur stýrt undanfarin fjögur ár. Franck yfirgaf félagið fyrir stuttu og tók við hjá Nice. Sunderland og Norwich eru sögð hafa sýnt Will mikinn áhuga en hann vildi vera áfram í Frakklandi og gerði þriggja ára samning við RC Lens.
Franski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Sjá meira