Innlent

Nektarmyndum fækkar meðal ung­menna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Um er að ræða skýrslu um kynferðisleg komment og nektarmyndir meðal barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára.
Um er að ræða skýrslu um kynferðisleg komment og nektarmyndir meðal barna og ungmenna á aldrinum 9-18 ára. getty

Hlutfall barna og ungmanna sem segist hafa fengið senda nektarmynd eða hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd lækkar frá árinu 2021. Þá eru einnig færri sem hafa upplifað hótanir, einelti, útilokanir frá hópum og ljót komment í tölvuleikjum eða á samfélagsmiðlum. 

Þetta kemur fram þegar að niðurstöður úr nýrri skýrslu um kynferðisleg komment og nektarmyndir meðal meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára eru bornar saman við sambærilega rannsókn frá árinu 2021. Könnunin er framkvæmd af Menntavísindastofnun í samstarfi við Fjölmiðlanefnd. 

Þátttakendur í 8.-10. bekk grunnskóla og 18 ára og yngri nemendur í framhaldsskóla voru spurðir nokkurra spurninga um deilingu nektarmynda. Tveir af hverjum tíu þátttakendum í 8.-10. bekk og um helmingur á framhaldsskólastigi segjast hafa fengið sendar nektarmyndir. 

Hlutfall þeirra sem hafa verið beðin um að senda nektarmynd,

Á framhaldsskólastigi eru stelpur helmingi líklegri til að hafa fengið senda nektarmynd en strákar. Á unglingastigi eru stelpur einnig líklegri til að hafa fengið slíkar myndsendingar (24%), en hlutfall stráka er nokkuð lægra, eða 16 prósent.

Rúmlega 70 prósent þeirra stelpna sem höfðu fengið nektarmyndir sendar segjast hafa móttekið þær frá ókunnugri manneskju á netinu. Hlutfall stráka sem höfðu fengið myndirnar frá ókunnugum var mun lægra eða 34 prósent á unglingastigi og 24 prósent á framhaldsskólastigi. Um 40 prósent stráka í framhaldsskóla sem móttekið höfðu nektarmyndir segjast hafa fengið myndirnar frá kærustu/kærasta eða frá vini sem er stelpa 51 prósent.

Hlutfall þeirra sem hafa sent nektarmynd.

Niðurstöður í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×