Ljúgandi málpípa Sjálfstæðisflokksins Tómas Kristjánsson skrifar 13. júní 2024 07:01 Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Samgöngur Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni, 12. júní sl. var Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, að tjá sig um vegakerfið. Þar lýgur hann að hlustendum mest allt viðtalið. Hann fullyrðir m.a. að „það fari meiri peningar til samgöngumála en voru lagðir á umferðina“. Sannleikurinn er sá að skv. fjárlögum síðast liðinna ára hefur að meðaltali 30% meira verið innheimt í formi bifreiðagjalda, olíugjalda og bensíngjalda en var úthlutað í framkvæmdir í vegakerfinu. Fjárlög 2024 gera t.d. ráð fyrir að þessi gjöld skili ríkissjóði 38,5 milljörðum á meðan framkvæmdir á vegakerfinu kosti 26,2 milljarða. Þetta eru allt opinberar upplýsingar sem allir nettengdir einstaklingar hafa aðgang að. Við þetta mæti bæta að kolefnisgjald skilar ríkissjóði 14 milljörðum á ári þannig að í raun er umferðin að skila tvöfallt meiri tekjum til ríkisins en ríkið leggur í þjóðvegakerfið. Jón fullyrðir líka að allar þessar tekjur fari í vegakerfið. Þarna er ekki einusinni hægt að tala um misskilning af því að í öllum þeim lögum sem þessi gjöld eru nefnd stendur skýrum stöfum að gjöldin renni í ríkissjóð. Sama má segja um nýlega samþykkt lög um kílómetragjald. Ekkert af þessum skatti er eyrnamerktur vegakerfinu, eins og hann var fram til ársins 2018, heldur rennur þetta allt í taumlausa eyðslu partíflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi staðið fyrir upplýsingaóreiðu þegar kemur að samfélagslegum innviðum. Síðan flokkurinn tók við fjármálaráðuneytinu 2013 hefur eyðsla ríkisins vaxið úr 583 milljörðum á ári í 1313 milljarða fyrir árið 2024. Það eru 500 milljarðar umfram verðbólgu. En einhverja hluta vegna skal allur áróður flokksins snúast um þessi tilteknu útgjöld, sem samtals eru ekki nema 1,8% af heildarútgjöldum ríkisins, í stað þess að spara í einhverjum af þeim tæplega 2000 gjaldaliðum sem má finna í fjárlögum. Alltaf skal báknið stækka. Í tengslum við glórulaus lög um kílómetragjald, eina skattinn sem rukkaður er eftir ólöggiltum mæli fyrir akstur utan þjóðvegakerfisins, var orðum eins og „jafnræði í gjaldtöku fyrir akstur í vegakerfinu“ slengt fram, að því virðist vera í þeim eina tilgangi að gera rafbílaeigendur að jaðarsettum hóp sem væri á einhvern hátt að svindla á kerfinu. Þetta og meira rugl má meira að segja finna á opinberri heimasíðu fjármálaráðuneytisins: vegirokkarallra.is Þetta er eins langt frá sannleikanum og hægt er. Staðreyndin er sú að rafbílavæðing er þjóðhagslega hagkvæm leið til að draga úr orkunotkun í samgöngum og það er algjörlega glórulaust að ríkið sé að skattleggja akstur rafbíla svo mikið að kostnaður við akstur á innlendu rafmagni geti verið nálægt því sá sami og að aka um á innfluttu eldsneyti. Ríkið er bundið af alþjóðlegum samningum til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og almenningur var búinn að sýna fram á mikinn áhuga á að taka þátt í þessu verkefni með stjórnvöldum. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað hins vegar að stöðva þessa ásókn í rafbíla og á einni nóttu hrundi sala á rafbílum. Í dag sýna tölurnar okkur að það er ógerningur að ná þeim markmiðum sem stjórnvöld voru búin að setja sér og því stefnir allt í sektargreiðslur, líkt og til annarra umhverfissóða. Vert er að taka fram að öll stjórnarandstaðan kaus gegn þessu kílómetragjaldi þannig að bæði VG og Framsókn hefðu getað stöðvað þessa vitleysu en því miður þá virðast stjórnarsamstarfið hafa yljað meira en skynsemi í skattlagningu á almenning. Höfundur er áhugamaður um umhverfismál og skynsama skatta
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun