Mikilvægt að ómenningu sé ekki sýnt umburðarlyndi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 10:54 Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt. Diljá segir slíkt ofbeldi vera Íslendingum sem betur fer framandi en að heiðursofbeldi tíðkist víðs vegar um heiminn og hafi meðal annars borist til Norðurlandanna með innflytjendum. „Þetta er auðvitað ofbeldi sem er okkur mjög framandi hér. Þetta er alveg hryllileg ómenning í sumum heimshlutum sem hefur borist með innflytjendum meðal annars til Norðurlandanna og hefur verið að koma upp alvarlegt heiðurstengt ofbeldi,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. Spyr hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða Hún segir Ísland mjög oft einhverjum árum á eftir Norðurlöndunum í slíkri þróun. „Við erum mjög oft á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að ýmis konar þróun. Ég hef meðal annars verið að taka up kynfæralimlestingar sem við ákváðum að innleiða hérna í hegningarlög út af þróuninni á Norðurlöndunum til að bregðast við tilvikum sem voru þá þegar að koma upp,“ segir Diljá. Fyrirspurnin felur þrjár spurningar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Diljá spyr hvort ráðherrann hafi upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess. Þá spyr hún hvaða ákvæði hegningarlaga nái til heiðursofbeldis og hvort ráðherra telji að þau séu fullnægjandi. Að lokum spyr hún hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi og ef svo er hvaða aðgerða. Eigum í fullu fangi með eigin ofbeldismenn Diljá óskar eftir munnlegu svari og hún segist hafa kosið það form á fyrirspurninni til þess að skapast geti umræða á þinginu um málefnið. Hún segir mikilvægt að málinu sé lyft upp og að vakin sé athygli á því. „Við eigum í fullu fangi með okkar ofbeldismenn hér og það er rosalega mikilvægt að við sendum skýr skilaboð um að sömu lög og reglur gildi um alla og að við séum ekki að fara að sýna einhverjum svona viðbjóðshefðum og ómenningu eitthvað umburðarlyndi,“ segir Diljá. Aðspurð hvort hún telji líklegt að fyrirspurnin fái umræðu á þingi segist Diljá vera vongóð. Ekki sjái fyrir endann á þessu þingi. „Maður sér fram á að eyða sumrinu hérna hvort sem er,“ segir Diljá. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Diljá segir slíkt ofbeldi vera Íslendingum sem betur fer framandi en að heiðursofbeldi tíðkist víðs vegar um heiminn og hafi meðal annars borist til Norðurlandanna með innflytjendum. „Þetta er auðvitað ofbeldi sem er okkur mjög framandi hér. Þetta er alveg hryllileg ómenning í sumum heimshlutum sem hefur borist með innflytjendum meðal annars til Norðurlandanna og hefur verið að koma upp alvarlegt heiðurstengt ofbeldi,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. Spyr hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða Hún segir Ísland mjög oft einhverjum árum á eftir Norðurlöndunum í slíkri þróun. „Við erum mjög oft á eftir Norðurlöndunum þegar kemur að ýmis konar þróun. Ég hef meðal annars verið að taka up kynfæralimlestingar sem við ákváðum að innleiða hérna í hegningarlög út af þróuninni á Norðurlöndunum til að bregðast við tilvikum sem voru þá þegar að koma upp,“ segir Diljá. Fyrirspurnin felur þrjár spurningar til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Diljá spyr hvort ráðherrann hafi upplýsingar um það hvort heiðurstengt ofbeldi hafi komið upp á Íslandi og hvert sé umfang þess. Þá spyr hún hvaða ákvæði hegningarlaga nái til heiðursofbeldis og hvort ráðherra telji að þau séu fullnægjandi. Að lokum spyr hún hvort ráðherra hyggist grípa til aðgerða til að vinna gegn heiðursofbeldi og ef svo er hvaða aðgerða. Eigum í fullu fangi með eigin ofbeldismenn Diljá óskar eftir munnlegu svari og hún segist hafa kosið það form á fyrirspurninni til þess að skapast geti umræða á þinginu um málefnið. Hún segir mikilvægt að málinu sé lyft upp og að vakin sé athygli á því. „Við eigum í fullu fangi með okkar ofbeldismenn hér og það er rosalega mikilvægt að við sendum skýr skilaboð um að sömu lög og reglur gildi um alla og að við séum ekki að fara að sýna einhverjum svona viðbjóðshefðum og ómenningu eitthvað umburðarlyndi,“ segir Diljá. Aðspurð hvort hún telji líklegt að fyrirspurnin fái umræðu á þingi segist Diljá vera vongóð. Ekki sjái fyrir endann á þessu þingi. „Maður sér fram á að eyða sumrinu hérna hvort sem er,“ segir Diljá.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30 Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05 Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
„Umburðarlyndi“ ofar mannéttindum? Á dögunum birti DV umfjöllun um svokallað „heiðurstengt ofbeldi“ á Íslandi sem er ofbeldi beitt af geranda vegna þess að hann telur fórnarlambið, í flestum tilvikum kvenkyns, á einhvern hátt hafa vegið að heiðri og orðspori sínu eða fjölskyldu sinnar. 27. janúar 2021 08:30
Segir íbúa Reykjanesbæjar búa við ógn vegna fjölda hælisleitenda Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það veki óhug að lesa fréttir eins og þá sem birtist á Vísi í vikunni um átta Palestínumenn sem ákærðir hafa verið fyrir líkamsárásir gegn konu. Hann segir íbúa í Reykjanesbæ búa við ógn af hælisleitendum sem þar búa. 5. júní 2024 22:36
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. 31. maí 2024 15:05