„Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu“ Jakob Bjarnar skrifar 13. júní 2024 11:25 Loga mislíkaði fliss Bjarna og lá ekki á því í þingsal nú fyrir stundu. vísir/vilhelm/arnar Þingfundur hófst nú klukkan 10:30 og byrjaði með látum í umræðu um fundastjórn forseta. Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu hver á fætur öðrum og auglýstu eftir fjárlagafrumvarpinu. Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Það sló í brýnu milli þeirra Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og Loga Einarssonar þingflokksformanns Samfylkingarinnar á þinginu nú fyrir skömmu. Í miðri ræðu Loga fór Bjarni að hlæja og það mislíkaði Loga. „Við erum með ríkisstjórn sem er hvorki lifandi né dauð,“ sagði Logi og vildi meina að þetta væri farið að stappa nærri dónaskap hvernig komið væri fram við þingið. Og Bjarni bara flissar! En á dagskrá er útlendingamálið en þingmenn lýstu eftir fjárlagafrumvarpinu á dagskrá, en þar væri hægt að ræða hvernig fjármagna eigi þurftafrek mál önnur. Bjarni hins vegar flissaði og þá fauk í Loga. „Á meðan hlær forsætisráðherra af þingmönnum. Ekki í fyrsta skipti sem hann gerir þingið að athlægi. Forsætisráðherra er getulaus til að halda þessari ríkisstjórn saman,“ sagði Logi. Þorbjörg Sigríður sagði Bjarna vera með dólg og hafi svo rokið út í fýlu, en Bjarni brá sér úr þingsalnum í lok rimmu við Loga. Hann var svo mættur fljótlega aftur í þingið og tekur þátt í umræðum þar sem eru heitar. Stjórnarandstaðan sakar Bjarna um lélega verkstjórn og að stjórnarflokkarnir geti ekki komið sér saman um hvorki eitt né neitt.vísir/vilhelm. Bjarni Benediktsson steig í pontu og sagði erfitt að verjast hlátri þegar menn væru að birtast í pontu og fara með aðra eins þvælu. Stjórnarandstöðunni veittist greinilega erfitt að ræða útlendingamálið. Bjarni sagði aukinheldur að þjóðin væri að sligast, við að bjóða upp á aðra eins þvælu, málþóf og ræðuhöld um forseta. Og enn væri farið með einhverjar klisjur um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Þorbjörg Sigríður sakar Bjarna um dólg Þingmenn sögðu að ekkert væri að því að ræða útlendingamálin en fjármálaáætlunin væri grundvallaraatriði. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn er meðal þeirra sem steig í pontu og sagði: „Forsætisráðherra með dólg og svo rokinn úr salnum í fýlu.“ Þorbjörg Sigríður spurði; hvar er virðing fyrir þinginu? Hún sagði að á þinginu hafi verið að ræða ágætis mál en ekki mál sem skipta mestu máli um þinglok. Þau eru búin að gleyma því að verkefnin snúast ekki um hvort merkimiðinn heiti vinstri eða hægri. Afgreidd hafi verið 60 mál í samanburði við 120 í fyrra. „Þau eru verkstola því þau geta ekki talað saman.“ Nú er yfirstandandi dagskrárliðurinn óundirbúnar fyrirspurnir og er heitt í salnum.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira