Ungbörn sem fá hnetusmjör fái mun síður hnetuofnæmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. júní 2024 18:20 Mikael segir að þegar barn er orðið fjögurra til sex mánaða sé hægt að byrja að gefa því jarðhnetusmjör til að fyrirbyggja ofnæmi. EPA Niðurstöður nýrrar könnunar sýna að ungbörn sem fá ekki jarðhnetursmjör á fyrstu fimm árunum séu 71 prósent líklegri til að þróa með sér jarðhnetuofnæmi síðar á lífsleiðinni. Ofnæmislæknir segur Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Matur Börn og uppeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar og umfangsmikillar rannsóknar sem framkvæmd var við King's College í Bretlandi eru börn undir fimm ára sem er gefið hnetusmjör síður líkleg til að greinast með hnetuofnæmi seinna á lífsleiðinni. Mikael Valur Clausen ofnæmislæknir barna ræddi rannsóknina í Reykjavík Síðdegis. Hann segir kveikjuna að rannsókninni, sem hófst fyrir fimmtán árum, þá að sýnilegur munur var á börnum sem ólust upp í Bretlandi og Ísrael í tengslum við greiningar á hnetuofnæmi. „Þau voru með tvo hópa, annar fékk jarðhnetusmjöt mjög snemma og hinir fengu ekki. Og það var haldið áfram til fimm ára aldurs og það sýndi sig þá að þau fengu síður jarðhnetuofnæmi, sem byrjuðu snemma að fá jarðhnetur.“ Hann segir algengið á jarðhnetuofnæmi hafa minnkað um 71 prósent hjá þeim börnum sem fengu jarðhnetur snemma. Nýlega hafi verið prófað fyrir jarðhnetuofnæmi hjá sömu börnum, sem nú eru komin á unglingsaldur, og algengið verið það sama. Mikilvægt að byrja snemma Aðspurður segir Mikael að búist sé við að vörnin sem felst í því að gefa ungbörnum jarðhnetur haldi fyrir líftíð. Er það ekki mikill ábati í ljósi þess að jarðhnetuofnæmi er erfitt ofnæmi? „Jú, það er náttúrlega mjög erfitt að vera með ofnæmi yfir höfuð, og jarðhnetur eru ekki voðalega skemmtilegar því þær eru mjög víða,“ segir Mikael. Er einhver ákveðinn gluggi sem best er að nýta? „Mjög mörg börn eru búin að fá ofnæmið sitt á fyrsta æviárinu. Það er mjög algengt og eggjaofnæmið er langalgengasta ofnæmið. Og þegar þú ert kominn með eitt ofnæmi ertu líklegri til þess að fá annað. Þannig að þetta þarf að byrja snemma. Þú þarft að byrja þegar barnið er fjögurra til sex mánaða,“ segir Mikael. Þá sé hæfilegt að gefa barninu sínu jarðhnetusmjör. Hann segir það mikilvægasta sem hægt sé að gera til að fyrirbyggja ofnæmi hjá börnum að sjá til þess að barn fái örvun í formi þeirra fyrirbæra sem það getur þróað ofnæmi fyrir. „Barnið vantar örvun á fyrstu ævimánuðunum fyrir ónæmiskerfið sitt frá umhverfisþáttum sem eru ákveðin efni sem koma úr bakteríum sem eru eðlilegur hlutur af umhverfinu. Og það á að örva ónæmiskerfið til að mynda þol. Og þegar það fær ekki þessa örvun, þá ertu líklegri til að mynda ofnæmi,“ segir Mikael. Hér er einungis stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Matur Börn og uppeldi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira