Fótbolti

Vista­­skipti Ísaks til Düsseldorf stað­­fest form­lega

Siggeir Ævarsson skrifar
Ísak fagnar einum af mörkum sínum í vetur
Ísak fagnar einum af mörkum sínum í vetur vísir/Getty

Þýska B-deildar liðið Fortuna Düsseldorf staðfesti formlega í morgun að Ísak Bergmann Jóhannesson yrði leikmaður liðsins á komandi tímabili en eins og Vísir hafði áður grein frá ákvað félagið að virkja klásúlu í lánssamningi hans og kaupa leikmanninn.

Ísak var á láni hjá Düsseldorf á síðasta tímabili frá FC Kaupmannahöfn og gerir nú samning við Düsseldorf út tímabilið 2029. Félagið staðfesti fréttirnar endanlega á Twitter í morgun með myndbandi en þar á Ísak góða innkomu á Facetime sem virðist vera tekin upp á Íslandi og þakkar stuðningsfólki liðsins fyrir frábærar viðtökur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×