Innlent

Leiðin­legt fyrir út­skriftar­nema sem er hent út áður en þeir taka sopa

Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum við að slökkva eldinn við Kringluna.
Slökkviliðsmenn vinna hörðum höndum við að slökkva eldinn við Kringluna. Vísir/Viktor

Óskar Finnsson, veitingamaður a Finnsson bistro í Kringlunni, var að fara að halda þrjár útskriftarveislur á staðnum í dag og kvöld þegar eldur kviknaði í verslunarmiðstöðinni í dag.

„Við byrjuðum á að finna einhverja skrýtna lykt og auðvitað fóru brunabjöllur og allt af stað af stað. Við sögðum við gestina, við vorum með eina útskriftarveislu og reyndar tvær stórar á leiðinni núna, að taka kampavínsglasið með sér út – þetta tekur tvær mínútur,“ segir Óskar í samtali við fréttastofu.

Hann segir þetta vera verulega leiðinlegt fyrir fólk sem var að útskrifast og ætlaði að halda veisluna í Kringlunni.

„Þú ert búinn að bíða eftir deginum þínum og þér er hent út áður en þú tekur sopa.“

Fólkið sem var að halda útskriftina tók vel í fregnirnar að sögn Óskars. „Þau voru frá Njarvík. Þau ætluðu bara að fara heim.“

Mikinn reyk liggur yfir svæðið.Vísir/Viktor

Varla búinn að sleppa orðinu þegar fólkið var rekið út

Óskar segir að áður en rýmingin átti sér stað hafi hann sagt við útlendinga sem voru í Kringlunni að þær gætu verið alveg rólegir og sest niður. 

„Ég var varla búinn að sleppa orðinu þegar securitíið kom og henti þeim út.“

Óskar segir að starfsfólk hafi fengið þau skilaboð að þau megi ekki fara inn. 

„Allt staffið er komið út og bíllyklarnir og húslyklarnir, það er allt inni. Það eru allir með dótið sitt inni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×