Mbappé með ákall til kjósenda í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 14:31 Kylian Mbappé hefur áhyggjur af stöðunni í frönskum stjórnmálum. AP/Hassan Amma Kylian Mbappé var pólitískur á blaðamannafundi franska landsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Fleiri fréttir Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira