Sport

Fyrsti Ólympíufari Palestínu dó á Gaza-svæðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Palestínumenn ganga hér inn á Ólympíuleikvanginn í setningarhátíð leikanna í Tókyó 2021.
Palestínumenn ganga hér inn á Ólympíuleikvanginn í setningarhátíð leikanna í Tókyó 2021. Getty/Michael Kappeler

Majed Abu Maraheel er látinn 61 árs gamall. Hann lést í Nuseirat flóttamannabúðunum á Gaza-svæðinu.

Stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna hefur búið til mikla mannúðarkrísu á Gaza-svæðinu.

@Sportbladet

Samkvæmt upplýsingum frá Palestínumönnum var Maraheel fórnarlamb slæmra aðstæðna. Hann lést vegna þess að ekki var hægt að finna fyrir hann meðferð vegna nýrnabilunar. Aftonbladet segir frá.

Inside the Games segir frá því að fjölskyldan hafi reynt að koma honum yfir til Egyptalands í betri læknisþjónustu en þau komust ekki yfir landamærin í Rafah þar sem að þau voru lokuð.

„Sá stóri er farinn. Sá góði er farinn. Ólympíufarinn okkar er allur,“ skrifaði íþróttasamband Palestínu.

Abu Maraheel keppti á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996 og varð þar fyrstur Palestínumanna til að keppa á Ólympíuleikum.

Hann hljóp þar 10.000 metra hlaup á 34.40;50 mínútum og endaði í 21. sæti.

Maraheel var einnig fánaberi Palestínu á leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×