Jódís segir þingið þjakað af kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 13:29 Jódís sagðist hafa áhyggjur af kvenréttindamálum, konur í áhrifastöðum væru of fáar og þær yrðu fyrir aðkasti. vísir/vilhelm Jódís Skúladóttir Vinstri grænum vill meina að Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra hafi mátt sæta kvenfyrirlitningu, ítrekað hafi verið talað niður til hennar og sagt að Bjarni Benediktsson réði öllu. Þær raddir hafi nú þagnað. Jódís tók til máls í dagskrárliðnum Störf þingsins og hún gerði stöðu kvenna að umfjöllunarefni. Tilefnið er 19. júní eða kvenréttindadagurinn en þá 1915 fengu konur, og reyndar karlar sem minna mega sín, kosningarétt. Jódís sagði að horfa þyrfti á stóru myndina. Hún sagði bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, sem tengist. Jódís hélt því fram í þingræðu að ítrekað hafi verið talað niður til Katrínar, um að hún réði ekki heldur væri það Bjarni.vísir/vilhelm „Ég hef af því sérstakar áhyggjur að ég upplifi að við stöndum í stað þegar kemur að konum í áhrifastöðum. Þær eru of fáar og þær verða fyrir aðkasti. Við sjáum það að orðræðan er öðruvísi, það er bæði hér inni í þessum þingsal sem og á samfélagsmiðlum og alls staðar í samfélaginu,“ sagði Jódís og gerði hlé á máli sínu. „Mikið var rætt um það þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sat í því embætti. Ítrekað var talað niður til hennar, um að hún réði ekki heldur væri það fjármálaráðherra sem öllu réði. Ég get ekki litið á það örðu vísi en kvenfyrirlitningu því sú umræða þagnaði þegar karlar setjast í báða stóla.“ Jódís sagði að allir þyrftu að vera meðvitaðir um hvernig þeir tali um konur í okkar samfélagi. „Það endurspeglar þau viðhorf sem komandi kynslóðir bera til kvenna.“ Alþingi Vinstri græn Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Jódís tók til máls í dagskrárliðnum Störf þingsins og hún gerði stöðu kvenna að umfjöllunarefni. Tilefnið er 19. júní eða kvenréttindadagurinn en þá 1915 fengu konur, og reyndar karlar sem minna mega sín, kosningarétt. Jódís sagði að horfa þyrfti á stóru myndina. Hún sagði bakslag í réttindabaráttu minnihlutahópa, sem tengist. Jódís hélt því fram í þingræðu að ítrekað hafi verið talað niður til Katrínar, um að hún réði ekki heldur væri það Bjarni.vísir/vilhelm „Ég hef af því sérstakar áhyggjur að ég upplifi að við stöndum í stað þegar kemur að konum í áhrifastöðum. Þær eru of fáar og þær verða fyrir aðkasti. Við sjáum það að orðræðan er öðruvísi, það er bæði hér inni í þessum þingsal sem og á samfélagsmiðlum og alls staðar í samfélaginu,“ sagði Jódís og gerði hlé á máli sínu. „Mikið var rætt um það þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sat í því embætti. Ítrekað var talað niður til hennar, um að hún réði ekki heldur væri það fjármálaráðherra sem öllu réði. Ég get ekki litið á það örðu vísi en kvenfyrirlitningu því sú umræða þagnaði þegar karlar setjast í báða stóla.“ Jódís sagði að allir þyrftu að vera meðvitaðir um hvernig þeir tali um konur í okkar samfélagi. „Það endurspeglar þau viðhorf sem komandi kynslóðir bera til kvenna.“
Alþingi Vinstri græn Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira