Loksins ábyrg og öfgalaus útlendingapólitík í Samfylkingunni Gunnar Jörgen Viggósson skrifar 20. júní 2024 09:31 Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun