Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 11:18 Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. Vísir/Vilhelm Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn. Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn.
Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03
Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31