Innlent

For­dæma notkun „ó­mann­úð­legra“ minka­gildra

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Jacobina segir að villiköttur hefði ekki lifað minkagildruna af.
Jacobina segir að villiköttur hefði ekki lifað minkagildruna af. Vísir/Samsett

Jacobina Joensen formaður dýraverndunarfélagsins Villikatta segir félagið fordæma einstaklinga, sveitarfélög og félagasamtök sem nota minkagildrur. Þær séu hannaðar til að meiða dýr og það sé óskiljanlegt að þær séu enn leyfðar á Íslandi.

Þetta skrifar hún í færslu fyrir hönd stjórnar samtakanna sem var birt á síðu Villikatta á Facebook fyrr í dag. Þar segir Jacobina að Villikettir hafi fengið símtal frá manni við Sorpu í Gufunesi. Þar hafi leitað til hans kisa með minkagildru fasta um fótinn á sér.

Jacobina segir kisuna hafa verið í lífshættu og að fóturinn sé mölbrotinn og þurfi að fjarlægja hann.

„Enn einu sinni slasast kisa lífshættulega vegna minkagildru sem sett er út af meindýraeyði, eftirlitslaus og óvarin gildra svo önnur dýr komast í hana. Gildran var fest niður með bandi sem kisa gat slitið og þar sem þetta er gæf kisa þá leitaði hún sér hjálpar hjá mannfólkinu. Ef um vergangs- eða villikött hefði verið að ræða þá hefði hann falið sig og dáið hægum, kvalarfullum dauðdaga af sárum sínum,“ segir Jacobina.

Jacobina segir að þessu verði að breyta og að það séu til mannúðlegri leiðir til að glíma við minka- og villikattavanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×