Innlent

Yazan endan­lega vísað úr landi og boðað hefur verið til mót­mæla

Árni Sæberg skrifar
Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól.
Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól. Vísir/Arnar

Ellefu ára palestínskum dreng með hrörnunarsjúkdóm verður vísað úr landi eftir að Kærunefnd útlendinga vísaði máli hans frá og neitaði honum endanlega um vernd hér á landi. Boðað hefur verið til mótmæla á sunnudag vegna þessa.

Ítarlega hefur verið fjallað um mál hins ellefu ára Yazans, sem glímir við vöðvarýrnunarsjúkdóminninn Duchenne. Mohsen og Feryal Aburajab Tamimi komu hingað til lands með Yazan fyrir tæpu ári síðan. Fjölskyldan er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu og flúði vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan.

Fjölskyldan kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar.

Albert Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, óskaði eftir því að Kærunefnd útlendingamála tæki mál hans aftur upp. Í samtali við fréttastofu í maí sagði hann að nauðsynleg gögn um áhrif brottflutnings á heilsu Yazans hafi ekki verið lögð fyrir í málinu þegar það var fyrst tekið fyrir.

Nú hefur kærunefndin tekið ákvörðun í málinu og vísað því frá, að því er segir í boðun Samtakanna No borders til mótmæla á Austurvelli á sunnudag.

„Viljum við í alvöru vera ábyrg fyrir því að stytta líf 11 ára drengs, sem er nú þegar verulega stytt?“ segir í tilkynningu No borders.


Tengdar fréttir

Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi

Vísa á tólf ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×