Vísar á heilbrigðisráðherra að borga bílastæðagjöldin Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2024 11:11 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra fer með málefni innanlandsflugvalla. Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vísar því til Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra að skoða hvort Sjúkratryggingar geti mætt þeim aukna kostnaði sem ný bílastæðagjöld á innanlandsflugvöllum valda landsbyggðarfólki á leið í læknisheimsóknir. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Þorgríms Sigmundssonar, varaþingmanns Miðflokksins úr Norðausturkjördæmi, á Alþingi í gær. Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær. Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Þorgrímur Sigmundsson situr á þingi sem varaþingmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.Miðflokkurinn „Nei, hæstvirtur ráðherra, er ekki rétt að staldra við og bakka út úr þessum óskapnaði áður en hann festi sig í sessi? Hér held ég að við séum í einhverri refsiherferð gegn landsbyggðinni. Ég hvet ráðherra eindregið til að taka þetta mál til endurskoðunar,“ sagði Húsvíkingurinn Þorgrímur og spurði: „Hallast innviðaráðherra að hugmyndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, hæstvirts fjármálaráðherra, sem fram koma í tilmælum hans til stjórnar Isavia um að taka tillit til þeirra sem fara í dagsferð í læknisheimsókn? Og hvernig á þá að flokka þau bílnúmer frá? Á að krefjast læknisvottorðs? Hver á svo að meta vottorðið, það er hversu nauðsynleg ferðin var, hvort svipaða þjónustu hefði mátt fá nær lögheimili eða hvort einn dagur dugar til ferðarinnar? Á Isavia að framkvæma þetta mat?“ spurði varaþingmaður Miðflokksins. Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson eru núna bæði búin að undirrita nýjan þjónustusamning við Isavia sem skerpir á heimild ríkisfyrirtækisins til að innheimta bílastæðagjöld. Fyrri samningur var fallinn úr gildi. „Það er þannig að þjónustusamningur við Isavia innanlands er undirritaður bæði af innviðaráðherra og fjármálaráðherra þannig að það eru tveir ráðherrar sem þurfa að undirrita það og það hefur verið gert. Þar eru þessar heimildir ekki nýjar, þær hafa verið í fyrri þjónustusamningi,“ svaraði Svandís. Hún nefndi að fólk utan af landi, sem þyrfti að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg, ætti rétt á tilteknum endurgreiðslum Sjúkratrygginga. „Ég tel, svona þekkjandi Sjúkratryggingar og heilbrigðismálin frá fyrri tíð, að það væri leið til að nálgast þennan kostnað og koma til móts við hann. Það er auðvitað heilbrigðisráðherra sem hefur það á sínu borði en ég held að það gæti verið lausn í málinu,” sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í óundirbúnum fyrrispurnum á Alþingi í gær.
Bílastæði Fréttir af flugi Samgöngur Heilbrigðismál Byggðamál Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Vinstri græn Sjúkratryggingar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00 „Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta er breyting sem er ekki í takt við lögin“ Hæstaréttarlögmaður efast um lögmæti gjaldtöku á bílastæðum við innanlandflugvelli. Slíkt feli í sér möguleg brot á jafnræðisreglu og meiriháttar stefnubreytingu sem kalli á aukna pólitíska umræðu. Fátt virðist koma í veg fyrir að gjaldtaka hefjist á bílastæðum við þrjá innanlandsflugvelli á næstu dögum, en nýtt útspil fjármálaráðherra tefur málið. 18. júní 2024 20:00
„Þetta setur okkur í svolítið einkennilega stöðu“ Óvissa ríkir um hvenær fyrirhuguð gjaldtaka á bílastæðum við innanlandsflugvelli hefst, sem átti að hefjast í vikunni. Málið strandar hjá fjármálaráðherra sem hefur ekki undirritað þjónustusamning sem þegar hefur verið endurnýjaður milli innviðaráðuneytisins og Isavia. Þetta setur Isavia í einkennilega stöðu að sögn framkvæmdastjóra Isavia innanlandsflugvalla. 18. júní 2024 12:31
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08