Vonsvikin vegna 25 milljóna kostnaðar við borgarstjóraskiptin Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 11:20 Hildur er ekki ánægð með kostnaðinn við það þegar Einar tók við af Degi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir vonbrigðum vegna frétta af 25 milljóna króna kostnaði við starfslok Dags B Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“ Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi þriðjudaginn, 18. júní sl., samþykkti meirihluti Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Píratar og Viðreisnar viðauka við fjárhagsáætlun sem nam 25 milljóna króna hækkun á fjárheimildum skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar. Í Morgunblaðinu er haft eftir Þorsteini Gunnarssyni borgarritara að kostnaðurinn sé tilkominn vegna uppgjörs í samræmi við ráðningarbréf fyrrverandi borgarstjóra og ráðningarsamning fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. „Tillögunni fylgdu engar frekari skýringar og hún var ekki sérstaklega til kynningar. Við sjálfstæðismenn greiddum vissulega atkvæði gegn tillögunni enda erum við á móti hvers kyns fjáraustri í yfirbyggingunni,“ er haft eftir Hildi Björnsdóttur, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Fráleitar upphæðir Þá er haft eftir Hildi að um sé að ræða fráleitar upphæðir sem standist enga skoðun. Fulltrúar meirihlutans hefðu áður fullyrt að við starfslokin fengi Dagur einungis biðlaun sem nema myndu mismuni launa hans sem borgarstjóra annars vegar, og formanns borgarráðs hins vegar. „Hér birtist okkur hins vegar önnur mynd, og ef í ljós kemur að Dagur þiggur nú frá borgarbúum, einhverjar greiðslur umfram það sem áður var upplýst, þá lít ég það mjög alvarlegum augum.“ Kostar álíka mikið og stytting opnunartíma sparar Þegar hafi verið kallað eftir sundurliðuðum upplýsingum sem varpað geti frekara ljósi á málið. Greiðslan sé sérstaklega ámælisverða þegar víða hafi verið skorið niður í grunnþjónustu við íbúana. Megi nefna skertan opnunartíma sundlauganna sem spara muni borginni 26 milljónir í ár og niðurskurð í bókakaupum á skólabókasöfnum sem spara hafi átt borginni níu milljónir. Einnig megi benda á skertan opnunartíma félagsmiðstöðva fyrir unglinga sem spari borginni tíu milljónir eða niðurskurð til tónlistarnáms í Reykjavík sem spara hafi átt þrjátíu milljónir. „Þegar greiðslur vegna starfsloka Dags eru skoðaðar í samhengi við þá þjónustuskerðingu sem borgarbúar hafa orðið fyrir í nafni niðurskurðar, þá verður manni orða vant,“ er haft eftir Hildi. 25 milljóna króna fjárauki vegna starfslokanna sé óboðlegur fjáraustur og sýni skilningsleysi meirihlutans á alvarlegri stöðu í rekstri borgarinnar. „Að undanförnu hefur málast upp mynstur gjafagjörninga við lóðaúthlutanir í borgarstjóratíð Dags. Rekstur borgarsjóðs er í rjúkandi rúst, grunnþjónusta víða í molum og í kveðjugjöf fáum við borgarbúar að greiða 25 milljónir króna vegna starfsloka Dags. Þetta þarfnast ítarlegra skýringa.“
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Sjá meira