Handbolti

Ís­land í sex­tán liða úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stelpurnar eru komnar í 16-liða úrslit.
Stelpurnar eru komnar í 16-liða úrslit. HSÍ

Ísland lagði heimalið Norður-Makedónía á HM U-20 kvenna í handbolta með tólf marka mun, 29-17. Sigurinn tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum mótsins.

Um var að ræða aðra umferð Íslands á mótinu en stelpurnar unnu Angóla í fyrsta leik. Eftir sigur dagsins er í raun ljóst að leikur við Bandaríkin í 3. umferð riðlakeppninnar skiptir ekki öllu máli.

Leikur dagsins var mun jafnari framan af en lokatölur gefa til kynna. Norður-Makedónía byrjaði betur og komst fimm mörkum yfir áður en Ísland beit frá sér og staðan jöfn 11-11 í síðari hálfleik.

Íslenska liðið lék frábærlega í síðari hálfleik og vann á endanum stórsigur, lokatölur 29-17. Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sex mörk, Inga Dís Jóhannsdóttir skoraði fjögur á meðan þær Elísa Elíasdóttir, Sonja Lind Sigursteinsdóttir, Lilja Ágústsdóttir og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín skoruðu þrjú mörk hver.

Leikurinn í heild sinni er hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×