Er aðeins á biðlaunum og hnýtir í Hildi og Morgunblaðið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 12:18 Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, verður á biðlaunum borgarstjóra í sex mánuði eftir að hann lét af störfum í byrjun árs. Hann mun ekki þiggja laun sem formaður borgarráðs á tímabilinu. Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir. Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þetta staðfestir Dagur í samtali við Vísi en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann hnýtir í Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Morgunblaðið fyrir að gefa til kynna að hann sé á tvöföldum launum. „Það er í raun réttara að segja að ég vinni frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatímanum, sem er bara hið besta mál. Fyrir nú utan hvað mörg biðlaun hafa sparast með því að skipta ekki sífellt um borgarstjóra þau tíu ár sem ég var í embætti,“ segir Dagur í færslunni sinni. Hefðbundið verklag Í gær var greint frá því að bæta þurfti við 25 milljónum í fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara til að mæta breytingum á launa- og starfsmannakostnaði innan skrifstofunnar við borgarstjóraskiptin þar sem Einar Þorsteinsson tók við kyndlinum frá Degi. Spurður hvers vegna það þurfti að bæta þessum 25 milljónum í fjárheimildir núna í stað þess að gera ráð fyrir því við upphaf kjörtímabilsins þar sem borgarstjóraskiptin lágu fyrir segir Dagur að þetta sé hefðbundið verklag. „Það er hefðbundið að bæta fjárhæðum sem er einskiptiskostnaður inn á miðju ári, í stað þess að þær myndi varanlega fjárveitingu til viðkomandi starfsemi í fjárhagsáætlun.“ Sundurliðun kostnaðarins Samkvæmt sundurliðun í svari samskiptastjóra Reykjavíkurborgar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun eru laun og launatengd gjöld vegna biðlauna Dags alls 18.240.862 krónur fyrir sex mánuði. Til frádráttar koma laun borgarfulltrúa og formanns borgarráðs upp á 9.615.639 krónur sem Dagur afþakkar. Kostnaður vegna orlofsuppgjörs við Dag nemur 9.773.617 krónur en einnig var gert upp við fráfarandi aðstoðarmann Dags, Diljá Ragnarsdóttur. Laun og launatengd gjöld vegna biðlauna hennar í þrjá mánuði eru samtals 5.984.691 krónur og orlofsuppgjör upp á 1.574.755 krónur. Þetta samtals gera rúmlega 25 milljónir.
Reykjavík Borgarstjórn Kjaramál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira