Innlent

Páll Rúnar prjónar og syngur á Kirkju­bæjar­klaustri

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Páll Rúnar Pálsson er mjög duglegur að prjóna og er sérstaklega vandvirkur. Honum líkar vel að búa á Klausturhólum.
Páll Rúnar Pálsson er mjög duglegur að prjóna og er sérstaklega vandvirkur. Honum líkar vel að búa á Klausturhólum. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ullarsokkarnir, sem karlmaður prjónar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri seljast eins og heitar lummur enda um mjög fallegt handverk að ræða. Þá er eitt það skemmtilegast, sem maðurinn gerir er að syngja fyrir gesti og gangandi á heimilinu.

Á Klausturhólum eru tuttugu heimilismenn, sem eru duglegir að vinna í allskonar handverki. Páll Rúnar frá Litlu Heiði er til dæmis mjög iðin við að prjóna og þá eru ullarsokkar í mestu uppáhaldi hjá honum en hann prjónar líka trefla, teppi og munstur á púða svo eitthvað sé nefnt.

„Það var svolítið erfitt að byrja að prjóna en maður er nú orðin flínkari í því núna. Stundum prjóna ég eftir munstrum en ég geri mikið af því að prjóna kaðlahúfur,” segir Páll Rúnar.

Páll segir að í sinni æsku hafi það alltaf verið talið kvenmannsverk að prjóna en það hafi breyst mikið í gegnum árin, karlar séu alltaf að verða meira og meira áberandi þegar prjónaskapur er annars vegar.

Og sokkarnir hans Páls seljast eins og heitar lummur, bæði innan sveitar og á Kirkjubæjarklaustri, og svo eru alltaf einhverjar sem panta hjá honum sokka.

„Ég sel það og stundum hefur maður gefið prjón líka. Ég hef gefið teppi stundu og selt þau líka,” bætir Páll Rúnar við.

Kaðlahúfurnar hjá Páli Rúnari eru mjög vinsælar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hann er ekki bara góður í að prjóna, nei hann elskar líka að syngja fyrir gesti og gangandi á Klausturhólum og gerir það mjög vel.

Á Klausturhólum eru tuttugu heimilismenn, sem eru duglegir að vinna í allskonar handverki.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×