„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 16:18 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vilhelm/Arnar „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“ Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“
Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira