Innlent

Gæslu­varð­hald fram á föstu­dag vegna stunguárásarinnar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mynd frá vettvangi lögreglu í gær.
Mynd frá vettvangi lögreglu í gær. Aðsend

Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudaginn 28. júní.

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Fyrr í dag var greint frá því að hinir særðu væru ekki í lífshættu en hefðu hlotið alvarlega áverka. Árásarmaðurinn beitti eggvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir voru fluttir á sjúkrahús þar sem hlúað var að sárum þeirra en þeir eru í stöðugu ástandi.

Maðurinn er grunaður um að hafa veist að mönnunum tveimur á göngustíg í Kópavogi.

Annar hinna særðu hlaut fjögur stungusár meðal annars í hálsinn og hinn tvo skurði á hendi. Ekki eru talin vera tengsl á milli hins grunaða og mannanna tveggja.


Tengdar fréttir

Á­rásar­maðurinn beitti stungu­vopni á háls og maga

Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×