Segir öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. júní 2024 14:30 Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags. Vísir/Vilhelm „Það er nánast ekki tekið tillit til þessa. Þegar ég hef verið að lesa gögnin þá kemur verulega á óvart hvað þetta fær litla umfjöllun og lítið vægi og á nokkrum stöðum hef ég fundið umfjöllun um það að þetta breyti ekki miklu til skamms tíma en þetta er bara að gerast núna.“ Þetta segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags, um áhrif öldrunar þjóðarinnar á húsnæðismarkaðinn í Sprengisandi í morgun. Sigurður hefur vakið þó nokkra athygli undanfarið fyrir greinarskrif sín þar sem hann vinnur með opinber gögn og setur þau í nýtt samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að húsnæðisþörf sé stórlega vanmetin. Núverandi fyrirkomulag nægir ekki Hann segir að ef það er rýnt vel í gögn um húsnæðismarkaðinn sést bersýnilega að íbúðaskuld frá árinu 2011 sé orðin gríðarlega stór og heldur áfram að stækka. Að hans mati er öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Íslendinga þegar það kemur að húsnæðismarkaðinum. Hann segir stjórnvöld ekki gera ráð fyrir þessu í áætlunum sínum. „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“ Gífurleg fjölgun aldraðra „Við erum svo heppin að vera samfélag með svipaða velmegun og hin Norðurlöndin en við erum yngri og getum því leyft okkur að skoða aðeins hvað gerðist þar og draga lærdóm frá því. Þegar það kemur að öldruninni þá fjölgaði okkar gríðarlega hratt á einni nóttu,“ segir hann og segir það frábrugðið miðað við önnur lönd þar sem fjölgun hefur átt sér stað jafnt og þétt. Hann segir þessa skyndilegu fjölgun hér á landi sem hófst á fimmta áratugnum á síðustu öld valda því að við erum í raun í fyrsta skipti í sögu landsins að eiga við öldrun og missa fólk af vinnumarkaðnum. „Að meðaltali erum við ekki nema 1,4 í íbúð þegar við erum eldri en 65 ára. 65 ára og eldri erum við núna 50 þúsund. Við erum að fara í 85 þúsund. Ef við horfum ára 55 og eldri eftir fimmtán ár þá erum við að tala um að við erum í kringum 125 þúsund.“ Byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu haldi ekki í við fjölgun Hann segir þetta hafa gífurleg áhrif og bendir á að það búi 2,5 að meðaltali í íbúð í dag en stefni á að lækka í tvo að meðaltali í íbúð á innan við fimmtán árum. Hann segir að fjöldi fólks yfir áttræðu muni tvöfaldast á næstu árum úr þrettán þúsund í þrjátíu þúsund. „Þetta er hópur sem á sitt húsnæði. Ef við spilum áfram, byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu er 1.600 íbúðir á ári og hefur verið síðustu tíu ár. Ef við horfum á næstu þrjú ár þá sýnist mér ekki betur en það að við verðum enn þar,“ segir hann og bætir við að allt stefni í samdrátt í íbúðabyggingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Lækkandi fæðingatíðni dregur dilk á eftir sér Hann segir það einnig hafa gífurleg áhrif að fjölskyldueiningin hér á landi sé að breytast í takt við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum með minnkandi fæðingartíðni. „Þegar ég eignaðist minn elsta strák árið 1999, þá voru um 40 prósent heimila á landinu með börn, í dag er það farið að nálgast 30 prósent eftir fimmtán ár þá erum við komin niður í 23 prósent heimila.“ Hann segir því augljóst að það stefni með hraðbyri í að fólki fækki í hverri íbúð vegna öldrunar þjóðarinnar og minnkandi fæðingartíðni og þar af leiðandi þurfi á fleiri íbúðum að halda á landsvísu. Hann segir ekki tekið tillit til þessa í öllum opinberum áætlunum um húsnæðismarkaðinn. Skammtímaleiga kunni að hafa neikvæð áhrif Hann segir skammtímaleigu einnig kunna hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og bendir á að því fleiri íbúðir sem eru í skammtímaleigu því færri íbúðir eru til taks fyrir íbúa. „Það vantar upplýsingar um það hvaða áhrif þetta hefur. Ég geri ráð fyrir í mínum útreikningum að það séu um fjögur þúsund í skammtímaleigu og í eigu félagasamtaka á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir við að þetta valdi vanmati og hefur þau áhrif að íbúðaskuldin sé hærri um það sem þetta nemur. Húsnæðismál Sprengisandur Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta segir Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka þróunarfélags, um áhrif öldrunar þjóðarinnar á húsnæðismarkaðinn í Sprengisandi í morgun. Sigurður hefur vakið þó nokkra athygli undanfarið fyrir greinarskrif sín þar sem hann vinnur með opinber gögn og setur þau í nýtt samhengi og kemst að þeirri niðurstöðu að húsnæðisþörf sé stórlega vanmetin. Núverandi fyrirkomulag nægir ekki Hann segir að ef það er rýnt vel í gögn um húsnæðismarkaðinn sést bersýnilega að íbúðaskuld frá árinu 2011 sé orðin gríðarlega stór og heldur áfram að stækka. Að hans mati er öldrun þjóðarinnar eitt helsta áhyggjuefnið fyrir Íslendinga þegar það kemur að húsnæðismarkaðinum. Hann segir stjórnvöld ekki gera ráð fyrir þessu í áætlunum sínum. „Ef við skoðum bara að við myndum ekki breyta neinu. Við myndum ekki viðhalda mannfjöldanum og bara spila þessa mynd næstu árin þá eru þetta 25 þúsund íbúðir sem þarf. 1.600 íbúðir á ári ná varla að viðhalda þessu.“ Gífurleg fjölgun aldraðra „Við erum svo heppin að vera samfélag með svipaða velmegun og hin Norðurlöndin en við erum yngri og getum því leyft okkur að skoða aðeins hvað gerðist þar og draga lærdóm frá því. Þegar það kemur að öldruninni þá fjölgaði okkar gríðarlega hratt á einni nóttu,“ segir hann og segir það frábrugðið miðað við önnur lönd þar sem fjölgun hefur átt sér stað jafnt og þétt. Hann segir þessa skyndilegu fjölgun hér á landi sem hófst á fimmta áratugnum á síðustu öld valda því að við erum í raun í fyrsta skipti í sögu landsins að eiga við öldrun og missa fólk af vinnumarkaðnum. „Að meðaltali erum við ekki nema 1,4 í íbúð þegar við erum eldri en 65 ára. 65 ára og eldri erum við núna 50 þúsund. Við erum að fara í 85 þúsund. Ef við horfum ára 55 og eldri eftir fimmtán ár þá erum við að tala um að við erum í kringum 125 þúsund.“ Byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu haldi ekki í við fjölgun Hann segir þetta hafa gífurleg áhrif og bendir á að það búi 2,5 að meðaltali í íbúð í dag en stefni á að lækka í tvo að meðaltali í íbúð á innan við fimmtán árum. Hann segir að fjöldi fólks yfir áttræðu muni tvöfaldast á næstu árum úr þrettán þúsund í þrjátíu þúsund. „Þetta er hópur sem á sitt húsnæði. Ef við spilum áfram, byggingarhraði á höfuðborgarsvæðinu er 1.600 íbúðir á ári og hefur verið síðustu tíu ár. Ef við horfum á næstu þrjú ár þá sýnist mér ekki betur en það að við verðum enn þar,“ segir hann og bætir við að allt stefni í samdrátt í íbúðabyggingu á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Lækkandi fæðingatíðni dregur dilk á eftir sér Hann segir það einnig hafa gífurleg áhrif að fjölskyldueiningin hér á landi sé að breytast í takt við það sem er að gerast á hinum Norðurlöndunum með minnkandi fæðingartíðni. „Þegar ég eignaðist minn elsta strák árið 1999, þá voru um 40 prósent heimila á landinu með börn, í dag er það farið að nálgast 30 prósent eftir fimmtán ár þá erum við komin niður í 23 prósent heimila.“ Hann segir því augljóst að það stefni með hraðbyri í að fólki fækki í hverri íbúð vegna öldrunar þjóðarinnar og minnkandi fæðingartíðni og þar af leiðandi þurfi á fleiri íbúðum að halda á landsvísu. Hann segir ekki tekið tillit til þessa í öllum opinberum áætlunum um húsnæðismarkaðinn. Skammtímaleiga kunni að hafa neikvæð áhrif Hann segir skammtímaleigu einnig kunna hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn og bendir á að því fleiri íbúðir sem eru í skammtímaleigu því færri íbúðir eru til taks fyrir íbúa. „Það vantar upplýsingar um það hvaða áhrif þetta hefur. Ég geri ráð fyrir í mínum útreikningum að það séu um fjögur þúsund í skammtímaleigu og í eigu félagasamtaka á landsbyggðinni,“ segir hann og bætir við að þetta valdi vanmati og hefur þau áhrif að íbúðaskuldin sé hærri um það sem þetta nemur.
Húsnæðismál Sprengisandur Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira