Körfubolti

Israel Martín þjálfar aftur Tinda­stól

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Israel Martin fagnar af innlifun þegar hann var þjálfari karlaliðs Tindastóls.
Israel Martin fagnar af innlifun þegar hann var þjálfari karlaliðs Tindastóls. vísir/anton

Spænski þjálfarinn Israel Martín Concepción hefur endurnýjað kynni sín við Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Israel hefur tekið við þjálfun meistaraflokks kvenna en honum til aðstoðar hefur verið ráðinn Hlynur Freyr Einarsson. Tindastólsliðið spilar í Subway deild kvenna á næstu leiktíð.

Auk þess að þjálfa meistaraflokk kvenna munu þeir Israel Martin og Hlynur Freyr báðir koma að þjálfun yngri flokka.

Kvennalið Tindastóls mun spila í efstu deild í fyrsta sinn í 24 ár. Liðið tapaði á móti Aþenu í umspili um sæti í Subway deildinni en kemur inn í deildina af því að Fjölnir hætti við keppni.

Israel Martín er að mæta á Krókinn i þriðja sinn en hann hefur tvívegis áður þjálfað karlalið félagsins.

Hann þjálfaði Stólana fyrst tímabilið 2014-15 en fór í framhaldinu til Danmerkur. Martin snéri aftur á Krókinn árið 2016 og þjálfaði liðið út 2918-19 tómabilið.

Israel Martín hefur þjálfað Hauka og Sindra á Hornafirði á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×