Sport

Dæmdur í átta­tíu leikja bann en var að reyna að eignast barn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orelvis Martinez spilar með liði Toronto Blue Jays en byrjunin hans var ekki góð því hann féll á lyfjaprófi eftir aðeins nokkra daga.
Orelvis Martinez spilar með liði Toronto Blue Jays en byrjunin hans var ekki góð því hann féll á lyfjaprófi eftir aðeins nokkra daga. Getty/Mark Blinch/

Bandaríski hafnaboltamaðurinn Orelvis Martinez hefur verið dæmdur í mjög langt bann af MLB deildinni sem er ein stærsta atvinnumannadeildin í Bandaríkjunum og sú efsta í bandaríska hafnaboltanum.

Martinez fær áttatíu leikja bann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Það verður þó að taka tillit til þess að hvert lið spilar 162 deildarleiki á leiktíðinni þannig að bannið er ekki eins hart og það kannski hljómar.

Martinez féll á lyfjaprófinu aðeins tveimur dögum eftir að hann lék sinn fyrsta leik fyrir Toronto Blue Jays liðið.

Efnið Clomiphene fannst í sýni Martinez en það er á bann lista deildarinnar. Clomiphene er frjósemislyf.

Martinez gaf frá sér yfirlýsingu þar sem koma fram að hann og kærasta hans hafi verið að reyna að eignast barn undanfarin tvö ár.

Hann fékk Rejun 50 töflur frá lækni heima í dóminíska lýðveldinu til að reyna að hjálpa þeim við það en þær innihéldu ólöglega efnið.

MLB-deildin sýndi honum enga miskunn og dæmdi hann í þetta langa bann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×