Vandar um við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 10:08 Henry Alexander vonar að Sigmundi Davíð takist ekki að gera svo lítið úr nýrri Mannréttindastofnun að hún missi marks. vísir/vilhelm Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Henry lýsir þessu í nýjum pistli sem hann birtir á Vísi. Hann bendir á að þeir Miðflokksmenn, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólason, án þess þó að nefna þá á nafn, hafi viljað glósa um að Mannréttindastofnun væri komið á koppinn á síðustu dögum þingsins. „Í umræðum á Alþingi nýlega gerði þingmaður góðlátlegt grín að ríkisstjórninni. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að „VG fái mannréttindastofnunina“ en að „þau kyngi rest“.“ Óheppileg tenging Henrý segir þetta ekki góðan upptakt af mikilvægu starfi sem stofnuninni sé ætlað að sinna. Hann segist enginn áhugamaður um pólitíska framtíða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs en vert sé að hafa í huga að ein afglöp stjórnmálahreyfingar útiloki ekki að hún hafi rétt fyrir sér í öðru máli. „Vinstri græn mega gjarnan njóta þess að hafa beitt sér í þessu mikilvæga máli.“ Henry Alexander hefur áhyggjur af því að Mannréttindastofnunin verði kennd við Vinstri græn. Þá segir hann mikilvægt að minna að slík sjálfstæð stofnun sem óháður málsvari mannréttinda er forsenda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Og ef það hefur einhvern tímann verið mikilvægt að standa vörð um mannréttindi þá er það nú. Áskoranirnar eru slíkar í samtímanum að mannréttindabarátta á í vök að verjast.“ Vonar að stofnunin verði ekki kennd við VG Henry ítrekar mikilvægi þess að Mannréttindastofnun Íslands verði ekki flokkspólitískt þrætuepli. „Eins og maður hefur oft fylgst með í íslensku samfélagi þá er það sitthvað að samþykkja lög og að innleiða þau þannig að sómi sé að. Ef mál hafa í umræðunni verið eyrnamerkt sem hugarfóstur tiltekinnar stjórnmálahreyfingar er hætt við að innleiðingin verði í skötulíki.“ Henry segir að vonandi fagni fleiri stofnun stofnunarinnar en eingöngu þingmenn einnar stjórnmálahreyfingar „sem vissulega á hrós skilið fyrir að hafa siglt málinu í höfn“.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira