Innlent

Æfa sig með franskan ísbrjót í togi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þór og franski ísbrjóturinn.
Þór og franski ísbrjóturinn. Ólafur Hlynur Illugason

Varðskipið Þór er þessa stundina með franska ísbrjótinn Le Commandant Charcot í togi suður af Látrabjargi á Breiðarfirði. Um æfingu er að ræða.

Le Commandant Charcot er franskt könnunar- og skemmtiferðaskip sem sérhæfir sig í siglingum á norðurslóðum. Skipið er þannig hannað til að geta siglt í gegnum hafís.

Þær upplýsingar fengust hjá Landhelgisgæslunni að æfing stæði yfir á Breiðarfirði þar sem Þór er með franska ísbrjótinn í togi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×