Viðskipti innlent

Andri Þór Við­skipta­fræðingur ársins 2024

Lovísa Arnardóttir skrifar
Elka Ósk Hrólfsdóttir formaður FVH, Andri Þór Guðmundsson og Sverrir Falur Björnsson varaformaður FVH.
Elka Ósk Hrólfsdóttir formaður FVH, Andri Þór Guðmundsson og Sverrir Falur Björnsson varaformaður FVH. Aðsend

Viðskiptafræðingur ársins 2024 er Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar og formaður Viðskiptaráðs Íslands. Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) veitti honum þennan titil fyrir framúrskarandi störf sín og þátttöku í íslensku viðskiptalífi.

Í tilkynningu segir að dómnefnd FVH hafi einróma valið Andra Þór. Þar segir einnig að Andri undir hans forystu hefur Ölgerðin náð miklum árangri þrátt fyrir krefjandi efnahagsaðstæður undanfarin ár. Hann hafi stýrt vel heppnaðri skráningu Ölgerðarinnar á aðalmarkað Kauphallarinnar í júní árið 202 og lagt mikla áherslu á að skapa jákvæða vinnustaðamenningu, gott starfsumhverfi og stutt við jafnréttismál.

„Stjórn FVH er stolt af því að heiðra Andra Þór Guðmundsson forstjóra Ölgerðarinnar og nýkjörinn formann Viðskiptaráðs Íslands sem viðskiptafræðing ársins 2024. Hans framlag til íslensks viðskiptalífs er ómetanlegt og við óskum honum hjartanlega til hamingju með verðskuldaðan titil,“ segir í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×