Innlent

Hlupu út úr turninum með mat á diskum og rúllur í hárinu

Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Fleiri hundruð starfsmenn vinna í turninum á Höfðatorgi sem þurfti að rýma í dag vegna eldsvoða. Fréttastofa náði tali af nokkrum strandaglópanna.
Fleiri hundruð starfsmenn vinna í turninum á Höfðatorgi sem þurfti að rýma í dag vegna eldsvoða. Fréttastofa náði tali af nokkrum strandaglópanna. Vísir

Eldur kviknaði á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi fyrir hádegi í dag en búið er að slökkva hann. Rýma þurfti bygginguna sem var ekkert smáræði þar sem mörg hundruð manns starfa í turninum. Allmargir biðu átekta fyrir utan Höfðatorg án þess að vita hvað þeir ættu að gera við sig þar sem þeir neyddust margir til að skilja bíllykla, húslykla og aðrar

Bryndís Snæbjörnsdóttir er rýmingarfulltrúi síns vinnurýmis í turninum og fréttastofa náði tali af henni á vettvangi. Hún segir rýminguna hafa gengið vel fyrir sig og að fljótt hafi verið brugðist við um leið og alvara málsins varð starfsfólkinu ljós.

„Ég sat inni í fundarherbergi og það er ákveðið verklag þegar brunabjalla fer í gang þegar hún er búin að vera ákveðið lengi þá fer maður af stað og þegar það er slökkt og kveikt aftur þá fer maður stað. Áður en það gerðist kom samstarfsmaðurinn minn hlaupandi og sagði það er alvöru eldur það er reykur af því að hann sást út um gluggann,“ segir Bryndís.

„Þá bara rauk ég, þreif vestið og allir út! Við komumst ekki út um hefðbundna flóttaleið það var akkúrat þar sem reykurinn steig upp þannig við fórum hina flóttaleiðina og gekk bara vel.“

„Það var strax mjög augljóst að það var alvara á ferðum,“ segir Bryndís.

Fólk án síma og vinnugagna

Báru Sigurjónsdóttur, starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar var einnig gert að rýma bygginguna. Hún segist hafa verið á tali við samstarfsfélaga þegar eld og reyk var að auga.

„Ég var bara í spjalli við samstarfsfélaga og allt í einu kemur annar og segir að það sé kviknað í húsinu við hliðina á. Við erum hérna á sjöttu hæðinni þannig við sjáum þetta ágætlega. Og við sjáum bara eld og reyk,“ segir hún.

Aðspurð segir Bára að allir hafi verið yfirvegaðir við rýminguna. 

„Já, það tóku þessu allir bara mjög alvarlega. Fólk er hérna án bíllykla og vinnugagna og húslykla og síma. Það fóru bara allir út,“ segir hún.

Hlupu út með rúllurnar í hárinu og mat á disknum

Yossi Rozantsev, starfsmaður Smitten sem er með skrifstofur á annarri hæð turnsins segir það hafa komið sér á óvart hvað hlutirnir gengu smurt fyrir sig þegar ljóst var að eldur logaði beint fyrir neðan þau. Þeim hafi tekist að bjarga flestu handtæku og nauðsynlegu með sér en aðrir hafi ekki verið svo heppnir.

„Við reyndum að taka með okkur tölvurnar og eitthvað. En sumir hlupu út af hárgreiðslustofunni með dótið í hárinu og diska út af Intro,“ segir hann en það var á veitingastaðnum Intro sem eldurinn brann.

Aðspurður segist hann ekki vita hvað hann ætli að gera við sig það sem af er degi.

„Seg þú mér, ég kom hingað til að reyna að fara aftur inn en ég veit ekki,“ segir hann.

Bíllyklalausir strandaglópar

Margrét Thelma og Einar Þorláksson, starfsfólk TM, voru einnig í byggingunni þegar þau urðu vör við eldsvoðann. Megn lykt hafi tekið á móti þeim á flóttaleiðinni út úr turninum. 

„Maður hélt nú að þetta væri bara enn ein æfingin og að maður væri að missa af hádegismatnum en svo reyndist annað vera þegar maður fann lyktina,“ segir Einar.

„Við erum bara strandaglópar hérna. Við gleymdum bíllyklunum,“ segir Margrét.


Tengdar fréttir

Héldu fyrst að um æfingu væri að ræða

Maður sem starfar í turninum við Höfðatorg, þar sem eldur logar nú á fyrstu hæð, segir slökkvilið hafa komið hratt á vettvang. Rýming virðist hafa gengið vel þrátt fyrir að fjöldi fólks væri í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×