„Ánægjulegt að sjá hvað fólk var yfirvegað“ Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 26. júní 2024 19:40 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri ræddi eldsvoðann á Höfðatorgi í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Eldur kviknaði við veitingastað á jarðhæð turnsins á Höfðatorgi í dag og rýma þurfti bygginguna þar sem á annað þúsund manns starfa. Lögregla rannsakar nú eldsupptök. Slökkviliðsstjóri segir rýmingu hafa gengið afbragðsvel. Forstjóri fasteignafélagsins sem á bygginguna segir tjónið minna en óttast var við. Allt húsið er í eigu fasteignafélagsins Heima. Fréttamaður fór yfir stöðuna á svæðinu þar sem eldsvoðinn varð og ræddi við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra í Kvöldfréttum. „Slökvistarfið gekk bara vel. Eins og þú sérð er greið aðkoma að þessu þó svo þau [slökkviliðið] hafi þurft að fara yfir blettinn. Meginupptökin eru bara rétt fyrir innan,“ segir Jón Viðar og bendir á að húsið sé vel hannað, það hafi hjálpað til í slökkvistarfinu. Mikill fjöldi fólks vinnur í húsinu á Höfðatorgi. Aðspurður segir Jón Viðar hafa gengið mjög vel að rýma húsið. „Algjörlega til fyrirmyndar og ánægjulegt að sjá hvað fólk var yfirvegað og það virtist vera svolítið kerfi á þessu,“ segir Jón Viðar. Fréttastofa ræddi við rýmingarfulltrúa síns vinnurýmis á vegum Reykjavíkurborgar í dag, sem sagði rýminguna hafa gengið vel. Jón Viðar sagði ánægjulegt að sjá að mikið kerfi virtist á rýmingarmálum. Lögregla rannsakar nú eldsupptök, sem enn eru ókunn. „Það tekur örugglega einhvern tíma að skoða en við fáum örugglega að vita af því þegar það liggur fyrir,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Forstjóri fasteignafélagsins sem á bygginguna segir tjónið minna en óttast var við. Allt húsið er í eigu fasteignafélagsins Heima. Fréttamaður fór yfir stöðuna á svæðinu þar sem eldsvoðinn varð og ræddi við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra í Kvöldfréttum. „Slökvistarfið gekk bara vel. Eins og þú sérð er greið aðkoma að þessu þó svo þau [slökkviliðið] hafi þurft að fara yfir blettinn. Meginupptökin eru bara rétt fyrir innan,“ segir Jón Viðar og bendir á að húsið sé vel hannað, það hafi hjálpað til í slökkvistarfinu. Mikill fjöldi fólks vinnur í húsinu á Höfðatorgi. Aðspurður segir Jón Viðar hafa gengið mjög vel að rýma húsið. „Algjörlega til fyrirmyndar og ánægjulegt að sjá hvað fólk var yfirvegað og það virtist vera svolítið kerfi á þessu,“ segir Jón Viðar. Fréttastofa ræddi við rýmingarfulltrúa síns vinnurýmis á vegum Reykjavíkurborgar í dag, sem sagði rýminguna hafa gengið vel. Jón Viðar sagði ánægjulegt að sjá að mikið kerfi virtist á rýmingarmálum. Lögregla rannsakar nú eldsupptök, sem enn eru ókunn. „Það tekur örugglega einhvern tíma að skoða en við fáum örugglega að vita af því þegar það liggur fyrir,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira