Fótbolti

Brynjólfur til Groningen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brynjólfur Willumsson er farinn til Hollands. Bróðir hans, Willum Þór, leikur einnig þar, með Go Ahead Eagles.
Brynjólfur Willumsson er farinn til Hollands. Bróðir hans, Willum Þór, leikur einnig þar, með Go Ahead Eagles. Vísir/Hulda Margrét

Brynjólfur Willumsson er genginn í raðir hollenska úrvalsdeildarliðsins Groningen frá Kristiansund í Noregi.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Groningen sem endaði í 2. sæti hollensku B-deildarinnar á síðasta tímabili og vann sér þar með sæti í úrvalsdeildinni.

„Það er gott að vera kominn aftur í grænt,“ segir Brynjólfur í tilkynningu Groningen um félagaskiptin.

Hann vísaði þar í tíma sinn hjá Breiðabliki sem hann lék með allt þar til hann fór til Kristiansund 2021. Brynjólfur lék 83 leiki fyrir norska liðið og skoraði í þeim sautján mörk.

Brynjólfur, sem er 23 ára framherji, hefur skorað eitt mark í tveimur leikjum fyrir íslenska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×