Semja um 27 milljarða króna Tækniskóla í Hafnarfirði Árni Sæberg skrifar 27. júní 2024 10:58 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tækniskólinn sé einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði hans sé komið til ára sinna en í dag fari starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla marki umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og sé liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Risavaxið skref „Þessi undirskrift hér í dag er risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma framkvæmdum af stað. Þetta hefur verið forgangsmál mitt sem menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Haft er eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans að nú sé byggt af stórhug til framtíðar og það sé löngutímabært að sameina starfsemi skólans á einum stað. „Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og við erum afar þakklát stjórnvöldum og Hafnarfjarðarbæ fyrir þann stuðning og traust sem þau sýna skólanum með aðkomu sinni að þessu stóra verkefni. Ábyrgð skólans er mikil og við höfum undirbúið verkefnið af kostgæfni og erum sannfærð um að nýbygging skólans og hugmyndafræðin að baki grunnhönnun hennar muni stórefla iðn-, starfs- og tækninám í landinu.“ Þrjátíu þúsund fermetrar Fyrirhuguð sé þrjátíu þúsnd fermetra bygging sem rúmi um þrjú þúsund nemendur á gróskumiklu hafnarsvæði í námunda við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Framkvæmdin verði í tveimur áföngum, í fyrri áfanga verði byggð um 24 þúsund fermetra bygging og í seinni áfanga um sex þúsund í viðbót. Þá sé gert ráð fyrir frekari stækkunarmöguleikum á lóðinni í framtíðinni. „Lífið á hafnarbakkanum tekur miklum breytingum þegar Tækniskólinn rís við Suðurhöfnina og þúsundir nemenda sækja þangað nám. Skólinn mun falla vel inn í þá uppbyggingu sem framundan er á hafnarsvæðinu. Við Hafnfirðingar erum spennt að fá skólann í bæinn og erum viss um að koma hans mun auka umsvif og efla mannlíf enn frekar,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að áætlaður heildarkostnaður sé 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framhaldsskólar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tækniskólinn sé einn af burðarásum iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu. Húsnæði hans sé komið til ára sinna en í dag fari starfsemi skólans fram í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Bygging nýs Tækniskóla marki umbyltingu í aðstöðu til iðn-, starfs- og tæknináms á höfuðborgarsvæðinu og sé liður í aðgerðum stjórnvalda til að auka veg þess á Íslandi. Markmiðið sé að efla námið og aðstöðu, koma allri starfseminni fyrir á einum stað, bregðast við aukinni eftirspurn eftir náminu og mæta þörfum atvinnulífsins. Risavaxið skref „Þessi undirskrift hér í dag er risavaxið skref í eflingu verk- og starfsnáms, núna er loksins hægt að koma framkvæmdum af stað. Þetta hefur verið forgangsmál mitt sem menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili og er mikið gleðiefni að sjá enn einn áfangann á þeirri vegferð verða að veruleika. Eftirspurnin er til staðar, bæði meðal nemenda og atvinnulífsins og því ánægjulegt að við stígum þetta mikilvæga skref nú saman til að mæta þessari þörf,“ er haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Haft er eftir Agli Jónssyni, formanni stjórnar Tækniskólans að nú sé byggt af stórhug til framtíðar og það sé löngutímabært að sameina starfsemi skólans á einum stað. „Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi og við erum afar þakklát stjórnvöldum og Hafnarfjarðarbæ fyrir þann stuðning og traust sem þau sýna skólanum með aðkomu sinni að þessu stóra verkefni. Ábyrgð skólans er mikil og við höfum undirbúið verkefnið af kostgæfni og erum sannfærð um að nýbygging skólans og hugmyndafræðin að baki grunnhönnun hennar muni stórefla iðn-, starfs- og tækninám í landinu.“ Þrjátíu þúsund fermetrar Fyrirhuguð sé þrjátíu þúsnd fermetra bygging sem rúmi um þrjú þúsund nemendur á gróskumiklu hafnarsvæði í námunda við fjölbreytta atvinnustarfsemi. Framkvæmdin verði í tveimur áföngum, í fyrri áfanga verði byggð um 24 þúsund fermetra bygging og í seinni áfanga um sex þúsund í viðbót. Þá sé gert ráð fyrir frekari stækkunarmöguleikum á lóðinni í framtíðinni. „Lífið á hafnarbakkanum tekur miklum breytingum þegar Tækniskólinn rís við Suðurhöfnina og þúsundir nemenda sækja þangað nám. Skólinn mun falla vel inn í þá uppbyggingu sem framundan er á hafnarsvæðinu. Við Hafnfirðingar erum spennt að fá skólann í bæinn og erum viss um að koma hans mun auka umsvif og efla mannlíf enn frekar,“ er haft eftir Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Í tilkynningu segir að áætlaður heildarkostnaður sé 27 milljarðar króna, á verðlagi í janúar 2023 samkvæmt áætlun verkefnisstjórnar.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framhaldsskólar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira