Hetjuleg barátta dugði ekki til sigurs gegn Evrópumeisturunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júní 2024 15:31 Framundan er erfitt verkefni hjá íslenska liðinu gegn ríkjandi Evrópumeisturum Ungverjalands. HSÍ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi gegn Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi í framlengdum leik átta liða úrslitum á HM í kvöld. Stelpurnar okkar sýndu hetjulega baráttu í leiknum. Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að stelpurnar okkar myndu þurfa að hitta á sinn besta dag til þess að skáka öflugu liði Ungverjalands. Íslenska liðið hafði þó sýnt það fram að leik dagsins á mótinu að þær voru til alls líklegar. Leikurinn byrjaði þó ekki vel fyrir bæði lið því eftir aðeins um eina mínútu fór rafmagnið af höllinni í Norður-Makedóníu þar sem að leikurinn fór fram og fór svo að ekki tókst að hefja leika aftur fyrr en tuttugu mínútum síðar. Leikar stóðu 19-12 Evrópumeisturunum frá Ungverjalandi, sjö marka forysta þeim í vil í hálfleik. Stelpurnar okkar bitu þó frá sér í seinni hálfleik og náðu fljótt að saxa á forystu Evrópumeistaranna og skildu aðeins tvö mörk liðin að þegar að fjórar mínútur eftir lifðu af leiknum, 28-26, Ungverjum í vil. Það býr mikill kraftur í okkar stelpum sem náðu að minnka muninn niður í eitt mark þegar að innan við mínúta eftir lifði leiks. 29-28, Ungverjarnir brunuðu síðan í sókn en töpuðu boltanum. Tækifæri fyrir Ísland að jafna leikinn. Íslensku stelpurnar geystust fram í sókn og fengu vítakast. Lilja Ágústsdóttir skoraði úr því vítakasti og jafnaði leikinn. Hreint út sagt lygileg endurkoma hjá okkar stelpum sem knúðu fram framlengingu eftir að hafa brúað sjö marka forystu Evrópumeistaranna frá því í háflleik. Ungverjarnir reyndust þó sterkari í framlengingunni og fóru að lokum með þriggja marka sigur af hólmi, 34-31. Það verður þó ekki tekið af stelpunum okkar að barátta þeirra var hetjuleg með meiru. Íslenska liðið mun í framhaldinu leika um sæti fimm til átta á HM.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira