Gaza - hvað getum við gert? Guðrún María Jónsdóttir, Hulda María Einarsdóttir, Sunna Snædal og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 27. júní 2024 15:00 Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Heilbrigðismál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3)
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun