Hvað getum við tekið á móti mörgum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 29. júní 2024 07:01 Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins. Svo dæmi sé nefnt þá varð uppi fótur og fit þegar EES-samningurinn var til umræðu hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar, og voru margir sem óttuðust að hingað myndi streyma fjöldi fólks sem samfélagið myndi ekki ráða við. Hið sama átti við þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd voru um 60 á ári. Þá var spurt: Hvað ef þau verða hundrað? Pírötum er mjög annt um mannréttindi, en undanfarið hefur ekki dugað að tala fyrir mannréttindum hælisleitenda og flóttafólks til að svæfa ótta þjóðarinnar um það að kostnaðarliðurinn sé orðinn of íþyngjandi og álagið á innviðina of sligandi. Það er okkar einlæga trú að kostnaðarliðurinn þurfi ekki að vera íþyngjandi, að innviðir landsins séu orðnir lúnir vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar frekar en fjölda hælisleitenda, og að það sé raunverulega hægt að spara á réttum stöðum í þessum málaflokki án þess að vega að mannréttindum fólks. En hvernig? Kostnaður við hælisleitendur á Íslandi Mat á kostnaði við hvern hælisleitenda getur verið flókin jafna sem ræðst af hinum ýmsum þáttum, t.a.m. lengd dvalar, þjónustunýtingu, og fjárhagsstuðningi. Stuðningur við hælisleitendur felur í sér kostnað vegna húsnæðis, heilsugæslu, menntunar, tungumálaþjálfunar, lögfræðiaðstoðar, stjórnsýslulegrar meðferðar umsóknar þeirra og aðstoðar við sjálfviljuga heimför. Beinn kostnaður vegna útlendingamála á Íslandi nam rúmlega 20 milljörðum króna árið 2023 og fjöldi umsókna um vernd voru 4.157 talsins. Með grófum útreikningi má því áætla að hver hælisleitandi hafi kostað íslensku þjóðina um 4,8 milljón árið 2023. Mikið hefur verið rætt um það að kostnaðurinn hafi hækkað um mörg hundruð prósentustig á milli ára og því er áhugavert að velta fyrir sér hvort þetta sé heimatilbúinn vandi og hvort stjórnvöld séu að hugsa dæmið rétt. Það einfaldlega hlýtur að vera hægt að spara án þess að brjóta á réttindum fólks. Atvinnuþátttaka umsækjenda um alþjóðlega vernd Í 77.gr laga um útlendinga er fjallað um bráðabirgðadvalarleyfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem veitir leyfishafa rétt til atvinnuþátttöku á meðan umsókn er til meðferðar, eða að minnsta kosti í einhvern tíma á meðan umsóknin er til meðferðar. Veiting þessa leyfis gerir umsækjendum kleift að standa meira á eigin fótum á meðan þau bíða eftir niðurstöðu í máli sínu. Þau greiða sjálf fyrir leiguhúsnæði á almennum markaði og önnur hefðbundin útgjöld með laununum sínum, og eru því ekki háð fjárhagsaðstoð af hálfu ríkisins. Þetta fá þau að gera þar til þeim er birt ákvörðun Útlendingastofnunar. Sé þeim birt neikvæð niðurstaða, þ.e. umsókn þeirra er synjað af Útlendingastofnun, liggja strax fyrir ástæður sem leitt geta til brottvísunar og af þeim sökum missa þau atvinnuleyfi sitt og geta ekki endurnýjað það. Þeim er heimilt að kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar til Kærunefndar Útlendingamála, en á meðan nefndin er með málið í meðferð hjá sér geta umsækjendur ekki unnið sé bráðabirgðaatvinnuleyfi þeirra fallið úr gildi. Þetta leiðir til þess að vinnandi fólk, sem hefur skilað fullt inn til samfélagsins, þarf að hætta að vinna og segja upp leiguhúsnæði sínu. Þau fara í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar, fá fjárhagsstuðning frá ríkinu til uppihalds, og bíða örlagastundarinnar hvort senda eigi þau aftur til heimalands síns sem þau hafa einhverra hluta vegna þurft að flýja frá, eflaust frá óhugsandi aðstæðum. Hvers vegna má vinnandi fólk ekki vinna? Núverandi fyrirkomulag í útlendingamálum gerir það að verkum að hælisleitendur verða háðir kerfinu, þrátt fyrir vilja margra til að sjá fyrir sér og sínum upp á eigin spýtur. Það er svigrúm til sparnaðar á milli þess að ákvörðun Útlendingastofnunar er birt og þar til úrskurðað er í máli umsækjanda og honum gert að yfirgefa landið. Ef umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem líklega verður synjað um slíka vernd, er gert kleift að vinna út allt ferlið - eða þar til nokkrum dögum fyrir brottför af landinu - þá skilar það sér í minni útgjöldum fyrir ríkissjóð og minni óþarfa kostnað í málaflokknum. Dæmi eru um það að umsækjendur bíði úrlausnar í máli sínu í hátt í 300 daga eða 43 vikur. Fyrir utan það að langur málsmeðferðartími er í grunninn ómannúðlegur þá er óásættanlegt að stjórnvöld stofni til óþarfa kostnaðar á meðan með reglum sem standast ekki skoðun. Ef litið er til eins kostnaðarliðsins, þá er fæðisfé um 8.000 kr. á viku per. einstakling. Með því að leyfa umsækjendum að vinna út dvöl sína hér á landi sparast tæplega 400.000 kr. á haus í fæðiskostnað. Ef húsnæðisliðurinn er tekin inn í dæmið er upphæðin talsvert hærri. Hvers vegna ekki að spara þar sem hægt er og leyfa fólkinu að taka þátt í samfélaginu fram að brottför? Píratar munu aldrei hvika frá baráttunni fyrir mannréttindum, en við viljum jafnframt tryggja það að fjármagni ríkisins sé ráðstafað á eins hagkvæman hátt og best er á kosið. Við þurfum að leita nýrra og skapandi lausna sem stofna til sparnaðar hjá ríkissjóði, án þess að vega að grundvallar mannréttindum fólks. Að víkka rétt hælisleitenda til atvinnu, frekar en að þrengja að þeim réttindum, myndi skila samfélaginu miklum fjárhagslegum og samfélagslegum ágóða. Það er einfaldlega hagkvæmari og mannúðlegri lausn. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins. Svo dæmi sé nefnt þá varð uppi fótur og fit þegar EES-samningurinn var til umræðu hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar, og voru margir sem óttuðust að hingað myndi streyma fjöldi fólks sem samfélagið myndi ekki ráða við. Hið sama átti við þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd voru um 60 á ári. Þá var spurt: Hvað ef þau verða hundrað? Pírötum er mjög annt um mannréttindi, en undanfarið hefur ekki dugað að tala fyrir mannréttindum hælisleitenda og flóttafólks til að svæfa ótta þjóðarinnar um það að kostnaðarliðurinn sé orðinn of íþyngjandi og álagið á innviðina of sligandi. Það er okkar einlæga trú að kostnaðarliðurinn þurfi ekki að vera íþyngjandi, að innviðir landsins séu orðnir lúnir vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar frekar en fjölda hælisleitenda, og að það sé raunverulega hægt að spara á réttum stöðum í þessum málaflokki án þess að vega að mannréttindum fólks. En hvernig? Kostnaður við hælisleitendur á Íslandi Mat á kostnaði við hvern hælisleitenda getur verið flókin jafna sem ræðst af hinum ýmsum þáttum, t.a.m. lengd dvalar, þjónustunýtingu, og fjárhagsstuðningi. Stuðningur við hælisleitendur felur í sér kostnað vegna húsnæðis, heilsugæslu, menntunar, tungumálaþjálfunar, lögfræðiaðstoðar, stjórnsýslulegrar meðferðar umsóknar þeirra og aðstoðar við sjálfviljuga heimför. Beinn kostnaður vegna útlendingamála á Íslandi nam rúmlega 20 milljörðum króna árið 2023 og fjöldi umsókna um vernd voru 4.157 talsins. Með grófum útreikningi má því áætla að hver hælisleitandi hafi kostað íslensku þjóðina um 4,8 milljón árið 2023. Mikið hefur verið rætt um það að kostnaðurinn hafi hækkað um mörg hundruð prósentustig á milli ára og því er áhugavert að velta fyrir sér hvort þetta sé heimatilbúinn vandi og hvort stjórnvöld séu að hugsa dæmið rétt. Það einfaldlega hlýtur að vera hægt að spara án þess að brjóta á réttindum fólks. Atvinnuþátttaka umsækjenda um alþjóðlega vernd Í 77.gr laga um útlendinga er fjallað um bráðabirgðadvalarleyfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem veitir leyfishafa rétt til atvinnuþátttöku á meðan umsókn er til meðferðar, eða að minnsta kosti í einhvern tíma á meðan umsóknin er til meðferðar. Veiting þessa leyfis gerir umsækjendum kleift að standa meira á eigin fótum á meðan þau bíða eftir niðurstöðu í máli sínu. Þau greiða sjálf fyrir leiguhúsnæði á almennum markaði og önnur hefðbundin útgjöld með laununum sínum, og eru því ekki háð fjárhagsaðstoð af hálfu ríkisins. Þetta fá þau að gera þar til þeim er birt ákvörðun Útlendingastofnunar. Sé þeim birt neikvæð niðurstaða, þ.e. umsókn þeirra er synjað af Útlendingastofnun, liggja strax fyrir ástæður sem leitt geta til brottvísunar og af þeim sökum missa þau atvinnuleyfi sitt og geta ekki endurnýjað það. Þeim er heimilt að kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar til Kærunefndar Útlendingamála, en á meðan nefndin er með málið í meðferð hjá sér geta umsækjendur ekki unnið sé bráðabirgðaatvinnuleyfi þeirra fallið úr gildi. Þetta leiðir til þess að vinnandi fólk, sem hefur skilað fullt inn til samfélagsins, þarf að hætta að vinna og segja upp leiguhúsnæði sínu. Þau fara í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar, fá fjárhagsstuðning frá ríkinu til uppihalds, og bíða örlagastundarinnar hvort senda eigi þau aftur til heimalands síns sem þau hafa einhverra hluta vegna þurft að flýja frá, eflaust frá óhugsandi aðstæðum. Hvers vegna má vinnandi fólk ekki vinna? Núverandi fyrirkomulag í útlendingamálum gerir það að verkum að hælisleitendur verða háðir kerfinu, þrátt fyrir vilja margra til að sjá fyrir sér og sínum upp á eigin spýtur. Það er svigrúm til sparnaðar á milli þess að ákvörðun Útlendingastofnunar er birt og þar til úrskurðað er í máli umsækjanda og honum gert að yfirgefa landið. Ef umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem líklega verður synjað um slíka vernd, er gert kleift að vinna út allt ferlið - eða þar til nokkrum dögum fyrir brottför af landinu - þá skilar það sér í minni útgjöldum fyrir ríkissjóð og minni óþarfa kostnað í málaflokknum. Dæmi eru um það að umsækjendur bíði úrlausnar í máli sínu í hátt í 300 daga eða 43 vikur. Fyrir utan það að langur málsmeðferðartími er í grunninn ómannúðlegur þá er óásættanlegt að stjórnvöld stofni til óþarfa kostnaðar á meðan með reglum sem standast ekki skoðun. Ef litið er til eins kostnaðarliðsins, þá er fæðisfé um 8.000 kr. á viku per. einstakling. Með því að leyfa umsækjendum að vinna út dvöl sína hér á landi sparast tæplega 400.000 kr. á haus í fæðiskostnað. Ef húsnæðisliðurinn er tekin inn í dæmið er upphæðin talsvert hærri. Hvers vegna ekki að spara þar sem hægt er og leyfa fólkinu að taka þátt í samfélaginu fram að brottför? Píratar munu aldrei hvika frá baráttunni fyrir mannréttindum, en við viljum jafnframt tryggja það að fjármagni ríkisins sé ráðstafað á eins hagkvæman hátt og best er á kosið. Við þurfum að leita nýrra og skapandi lausna sem stofna til sparnaðar hjá ríkissjóði, án þess að vega að grundvallar mannréttindum fólks. Að víkka rétt hælisleitenda til atvinnu, frekar en að þrengja að þeim réttindum, myndi skila samfélaginu miklum fjárhagslegum og samfélagslegum ágóða. Það er einfaldlega hagkvæmari og mannúðlegri lausn. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar