Dauðinn og skattarnir 28. júní 2024 17:00 Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.Fyrst stóð til að gjaldið yrði innheimt á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, en eftir mótbárur og ábendingar um að verið væri að leggja gjaldið eingöngu á íbúa landsbyggðarinnar var mótleikur Isavia að rukkað skyldi líka á Reykjavíkurflugvelli. Umræðan, mótmæli almennings og stöku stjórnmálamanns leiddi fleira upp á yfirborðið sem eflaust átti ekki að tala hátt um fyrr en allt væri frágengið og innheimtan komin í gang. Þar kom til dæmis fram að myndavélar tækju myndir af bílum sem kæmu inn á flugvallarsvæðin. Allir sem ekki myndu hypja sig af svæðinu innan fimmtán mínútna skyldu rukkaðir fyrir ósvífnina. Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun. Í kjölfar mótmæla almennings voru einhverjar breytingar gerðar á tilvonandi innheimtu, s.s. að innheimta hefðist síðar en til stóð og hlaut sú niðurstaða stuðning ákveðinna þingmanna stjórnarflokkanna sem blessuðu þannig þessa skattlagningu á dreifbýlið. Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum? Ef hugmyndaauðgi yfirvalda og starfsmanna ríkisins ræður eitt þegar kemur að nýjum sköttum og sérstakri skattlagningu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ólíklegt að hér verði látið staðar numið. Í kjölfarið má svo reikna með að fyrirtæki á almenna markaðnum verði neydd til að fylgja ruglinu, svona í ljósi þess að opinberir starfsmenn eru nú þegar með hærri laun en aðrir í samfélaginu samkvæmt rannsóknum sem sagt hefur verið frá. Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur oft verið bent á að embættismenn og opinberir starfsmenn hafi mikil völd sem í mörgum tilfellum hafa bein áhrif á líf og störf almennings í landinu. Ákvarðanir sem þetta fólk tekur og hefur þessi miklu áhrif á þjóðfélagið er samt ekki á þeirra ábyrgð. Vald án ábyrgðar er hættulegt lýðræðinu eins og berlega kemur í ljós með nýjum sköttum starfsmanna Isavia ohf á suma landsmenn. Það að ráðherrar og alþingismenn sitji hjá, styðji slík mál eða fari í felur er svo mjög alvarlegt mál. Það eina sem varnarlaus almenningur getur gert er að muna eftir slíku í næstu kosningum til alþingis. Nú styttist í næstu alþingiskosningar og því er gott að allir fari að rifja upp hvað ráðherrar og alþingismenn hafa sagt og gert en ekki síður hvað þeir hafa ekki gert. Það er löngu orðið augljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG snýst alls ekki um hag þjóðar, heldur hag þessara flokka. Það snýst um að halda í stólana og völdin ásamt því að geta útdeilt gæðum til útvalinna. Óstjórn er algjör í öllum málaflokkum og ný skattlagning á fólk í dreifbýli aðeins ein birtingarmynd þess. Ég hvet landsmenn alla til að taka af skarið í komandi alþingiskosningum og gefa stjórnarflokkunum frí frá landsmálunum. Kjósum heldur þá sem tala fyrir skynsamlegri nálgun og þá sem sýnt hafa að þeir standa við stóru orðin. Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt. Miðflokkurinn er tilbúinn í tiltekt eftir vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma sem síðustu sjö árin hefur skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum, ríkisstjórn sem þ.á.m. hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins. Setjum X við M í næstu alþingiskosningum og tryggjum bjartari framtíð. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skemmstu tóku starfsmenn hins opinbera hlutafélags Isavia ákvörðun um að innheimta nýtt gjald af þeim notendum innanlandsflugs sem voguðu sér að koma á eigin bíl á flugvellina.Fyrst stóð til að gjaldið yrði innheimt á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum, en eftir mótbárur og ábendingar um að verið væri að leggja gjaldið eingöngu á íbúa landsbyggðarinnar var mótleikur Isavia að rukkað skyldi líka á Reykjavíkurflugvelli. Umræðan, mótmæli almennings og stöku stjórnmálamanns leiddi fleira upp á yfirborðið sem eflaust átti ekki að tala hátt um fyrr en allt væri frágengið og innheimtan komin í gang. Þar kom til dæmis fram að myndavélar tækju myndir af bílum sem kæmu inn á flugvallarsvæðin. Allir sem ekki myndu hypja sig af svæðinu innan fimmtán mínútna skyldu rukkaðir fyrir ósvífnina. Nú er það eitt að opinberir starfsmenn telji sig þess umkomna að innheimta ný gjöld af völdum notendum innviða landsins sem þegar eru fyrir hendi, í þessu tilfelli fyrir notkun mislélegra bílastæða við flugvelli innanlands og því í raun enga þjónustu. Hitt er verra að ráðherrar Framsóknarflokks og Vinstri grænna kvitti upp á gjörninginn og samþykki þannig nýja skattlagningu sem lendir fyrst og fremst á íbúum landsbyggðarinnar, en benda má um leið á það að hvorugur þessara ráðherra þarf að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þeim kjósendum sem fyrir verða þar sem þeirra kjördæmi lenda tæplega illa fyrir þessari ósvífnu ákvörðun. Í kjölfar mótmæla almennings voru einhverjar breytingar gerðar á tilvonandi innheimtu, s.s. að innheimta hefðist síðar en til stóð og hlaut sú niðurstaða stuðning ákveðinna þingmanna stjórnarflokkanna sem blessuðu þannig þessa skattlagningu á dreifbýlið. Þegar svo er komið að opinberir starfsmenn og stjórnmálamenn virðast geta komið hvaða þvælu sem þeim dettur í hug til framkvæmda er illt í efni. Hvað kemur þá í kjölfarið? Má búast við að ný skattlagning verði sett á flugfarþega úr dreifbýlinu fyrir að njóta fallegs útsýnis í fluginu yfir landið okkar fagra? Er mögulegt að íbúar dreifbýlis fái framvegis sérstakan skatt á sig fyrir að voga sér að aka eftir þeim lélegu eða handónýtu vegum sem þeim er boðið upp á á sínum heimaslóðum? Ef hugmyndaauðgi yfirvalda og starfsmanna ríkisins ræður eitt þegar kemur að nýjum sköttum og sérstakri skattlagningu íbúa utan höfuðborgarsvæðisins er ólíklegt að hér verði látið staðar numið. Í kjölfarið má svo reikna með að fyrirtæki á almenna markaðnum verði neydd til að fylgja ruglinu, svona í ljósi þess að opinberir starfsmenn eru nú þegar með hærri laun en aðrir í samfélaginu samkvæmt rannsóknum sem sagt hefur verið frá. Þannig gætu Bónus, Bykó og herrafataverslanir sett upp myndavélaeftirlit og innheimtu nýrra gjalda fyrir notkun bílastæða. Þá hljóta Tryggingastofnun, Öryrkjabandalagið, tryggingafélögin og RÚV ásamt öðrum félögum og stofnunum að fylgja straumnum. Útvíkkun þessarar brjálsemi gæti svo verið að innheimta sérstakan skatt af þeim sem eru rauðhærðir eða örvhentir, allavega þeirra sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það hefur oft verið bent á að embættismenn og opinberir starfsmenn hafi mikil völd sem í mörgum tilfellum hafa bein áhrif á líf og störf almennings í landinu. Ákvarðanir sem þetta fólk tekur og hefur þessi miklu áhrif á þjóðfélagið er samt ekki á þeirra ábyrgð. Vald án ábyrgðar er hættulegt lýðræðinu eins og berlega kemur í ljós með nýjum sköttum starfsmanna Isavia ohf á suma landsmenn. Það að ráðherrar og alþingismenn sitji hjá, styðji slík mál eða fari í felur er svo mjög alvarlegt mál. Það eina sem varnarlaus almenningur getur gert er að muna eftir slíku í næstu kosningum til alþingis. Nú styttist í næstu alþingiskosningar og því er gott að allir fari að rifja upp hvað ráðherrar og alþingismenn hafa sagt og gert en ekki síður hvað þeir hafa ekki gert. Það er löngu orðið augljóst að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG snýst alls ekki um hag þjóðar, heldur hag þessara flokka. Það snýst um að halda í stólana og völdin ásamt því að geta útdeilt gæðum til útvalinna. Óstjórn er algjör í öllum málaflokkum og ný skattlagning á fólk í dreifbýli aðeins ein birtingarmynd þess. Ég hvet landsmenn alla til að taka af skarið í komandi alþingiskosningum og gefa stjórnarflokkunum frí frá landsmálunum. Kjósum heldur þá sem tala fyrir skynsamlegri nálgun og þá sem sýnt hafa að þeir standa við stóru orðin. Í því efni má til að mynda minna á hvernig Sigmundi Davíð formanni Miðflokksins tókst til í uppgjöri við vogunarsjóðina eftir fjármálahrunið, en með harðfylgi og eljusemi hans sem þáverandi forsætisráðherra höfðust um eittþúsund milljarðar á núvirði frá vogunarsjóðunum upp úr krafsinu. Þeir fjármunir urðu til þess að Ísland komst hraðar og betur á lappirnar eftir efnahagshrunið en nokkur önnur þjóð í seinni tíma sögu allavega. Þá má ekki gleyma því hvernig hann stóð að leiðréttingu íbúðarlána gagnvart almenningi líkt og hann hafði lofað, en aðrir stjórnmálamenn sögðu vera óframkvæmanlegt. Miðflokkurinn er tilbúinn í tiltekt eftir vanhæfustu ríkisstjórn allra tíma sem síðustu sjö árin hefur skilið eftir sig sviðna slóð í öllum málaflokkum, ríkisstjórn sem þ.á.m. hefur gengið út á að halda glærusýningar án aðgerða, stuðlað að stjórnlausum taprekstri ríkissjóðs sem valdið hefur himinhárri verðbólgu og vöxtum og opnað landið fyrir óheftum innflutningi fólks sem valdið hefur hruni í velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfum landsins. Setjum X við M í næstu alþingiskosningum og tryggjum bjartari framtíð. Það munar um Miðflokkinn. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í norðvesturkjördæmi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun